Rétt næring er grunnurinn að heilsu og vellíðan. Í dag er litið svo á að næring sé fimmta lífsmarkið, á pari við hitastig, púls og öndun - svo mikilvæg er næringin. Mikilvægt er að næring hunda og katta sé byggð á raunverulegum næringarþörfum en ekki eingöngu á markaðssetningu. Mikilvægt er að fóðrið sem dýrin fái sé í réttu jafnvægi miðað við aldur, tegund og lífsstíl dýrsins með tilliti til próteina, fitu, kolvetna, vítamína og steinefna til þess að styðja við heilsu dýrsins.
Hreinlæti
Almennt hreinlæti skiptir miklu máli þegar kemur að ummönnun dýranna, en hreinn svefnstaður, hreinir fóðurdallar og hreint vatn skiptir sköpum í að stuðla að heilnæmara og hreilbrigðara umhverfi sem dýrin alast upp í.
Nokkur ráð:
Þvoðu vatns- og fóðurdalla daglega með heitu vatni og sápu
Þvoðu bæli og svefnstaði reglulega með viðeigandi hitastigi og mildum sápum
Tryggðu að dýrið sé hreint og húðin í góðu ásigkomulagi
Aukabitar og nagbein telja hratt
Mikilvægt er að hafa heildarmyndina í huga þegar kemur að næringu og heilbrigði hunda og katta. En auk fóðurs sem mætir næringarþörfum er mikilvægt að hafa í huga áhrif aukabita og nagbeina fyrir dýrin, en slíkt getur haft áhrif á kláða í húð, myndun þvagsteina o.s.frv.. Með því að hafa heildarmyndina í huga er líklegra að árangur náist í að stuðla að heilbrigðu og löngu lífi dýrsins.
Lykilatriði sem skipta máli við fóðurval
Eigendur hunda og katta verða fyrir miklu áreiti samfélagsmiðla af hinni ýmsu markaðssetningu á næringu og heilsu dýranna þeirra. Ráðlagt er að styðjast við vísindaleg viðmið þegar kemur á heilsu dýranna.
Hér eru lykilatriðin sem skipta máli þegar valið er fóður:
Leitaðu að fóðri sem fylgir FEDIAF-staðli.
Veldu framleiðanda sem framkvæmir rannsóknir, ekki bara markaðssetningu.
Passaðu að velja fóður ætlað lífsstigi og heilsu dýrsins, ekki eftir „trendum“.
Spurðu fagfólk eins og t.d. dýralækna og dýrahjúkrunarfræðinga, ekki Facebook-hópa þegar kemur að heilsu dýrsins
Ráðlagt er að velja fóður út frá þörfum dýrsins, ekki vinsældum eða markaðssetningu. Að lesa næringarupplýsingar og næringargildi á fóðurpokanum og passa að fóðrið sé ætlað viðeigandi lífsskeiði og lífsstíl dýrsins. Mikilvægt er að spyrja spurninga, sem dæmi er gott að spyrja hvaða rannsóknir eða meltanleikapróf styðja fóðrið sem verslað er.
Sérsniðin ráðgjöf
Hjá Dýrheimum er lögð áhersla á sérsniðna ráðgjöf og stöðugleika í fóðrun. Í fyrirbyggjandi umönnun er til dæmis ráðlagt að fara í stöðumat á heilsu og næringu dýrsins við lífsskeiðaskipti og þegar heilsufar breytist. Þannig má fylgjast betur með þyngd og heilsu dýrsins til þess að fyrirbyggja hin ýmsu vandamál síðar á lífsleiðinni.
Með virku fræðslusetri þar sem eigendur hafa aðgang að vísindamiðaðaðri fræðslu og aðgangi að fræðsluviðburðum stuðla Dýrheimar að aukinni fræðslu til dýraeigenda og styðja þá í að taka ábyrga ákvörðun í fóðurvali dýranna sinna.