Heiðrun stigahæstu Shih Tzu hunda ársins 2022

mars 17, 2023 1 mínútur að lesa

Shih Tzudeild HRFÍ heiðraði stigahæstu hunda deildarinnar á dögunum í kaffihúsinu okkar. Það voru fallegir fulltrúar tegundarinnar sem mættu ásamt eigendum sínum að taka á móti verðlaunum.
 Við erum stolt að segja frá því að stigahæsti hundur ársins er fóðraður á Royal Canin. 

Stigahæsti Shih Tzu hundur ársins 2022 var tíkin Íseldar Cara-Zor

Stigahæsti hundur ársins 2022

Stigahæsti hundur af gagnstæðu kyni var rakkinn Santhosa Choc Ice

Stigahæsti hvolpur ársins var Happy Noise M&M's Miso Brave Star

Shih tzu
Shih tzu

Ótrúlega skemmtilegt að koma saman á svona viðburði þar sem hægt var að kaupa sér léttar veitingar á kaffihúsi Dýrheima.