október 01, 2024 1 mínútur að lesa
Hjálparhundar Íslands héldu námskeið fyrir fósturfjölskyldur framtíðar hjálparhunda laugardaginn 28. september síðastliðinn. Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur hjá Dýrheimum hélt erindi um heilsu hunda og fyrirbyggjandi umönnun þeirra til þess að stuðla að vellíðan hundanna ásamt þjálfurum/fyrirlesurunum Auði Björnsdóttur, Gunnhildi Jakobsdóttur og Valgerði Stefánsdóttur.
Á föstudeginum fór fram hæfnimat sem er fyrstu hluti af vottunarferli félagsins og sá Albert Steingrímsson, hundarþjálfari Dýrheima um dómgæslu í matinu.
Hjálparhundar aðstoða eigendur sína við ákveðin verkefni og hafa þannig jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra með því að veita þeim aukið frelsi og sjálfstæði.
Með réttu uppeldi, þjálfun, fóðrun og umönnun má stuðla að auknu heilbrigði hjálparhunda út lífið. Með fjölbreyttri hreyfingu, réttu holdarfari og færni uppalalenda í að meta heilbrigði hundsins daglega. Slíkt á að sjálfsögðu einnig við um almennan hund.
Hjálparhundar Íslands er félag sem stofnað var af áhugafólki um hjálparhunda árið 2019. Markmið félagsins er að stuðla að bættu umhverfi hjálparhunda hér á landi og koma á laggirnar samþykktum og stöðlum um hverjir skulu þjálfa og votta slíka hunda. Auk þess stuðlar félagið að auknum lagalegumr éttindum hálparhunda hvað varðar aðgengi að byggingum og samgöngum.