janúar 31, 2024 1 mínútur að lesa
Dýrakofinn er ný gæludýraverslun á Selfossi sem opnaði nú á dögunum. Eigendur verslunarinnar eru Óli Hauks og Kristín Sigmarsdóttir en þau leggja mikið upp úr því að veita góða þjónustu og dýrin eru velkomin í heimsókn. Við erum ánægð að fá þau í hóp okkar samstarfs- og endursöluaðila en hjá þeim má finna Royal Canin, EverClean, Voskes, Leucillin og Ancol vörurnar frá okkur. Hvetjum ykkur til að kíkja við hjá þeim á Eyravegi 23 á Selfossi en einnig halda þau úti vefverslun þar sem hægt er panta vörur. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með verslunina!