Hundaskólinn - næstu námskeið

janúar 15, 2024 2 mínútur að lesa

Langar þig að vinna með hundinum þínum? Kíktu á úrval næstu námskeiða í hundaskóla dýrheima

Á döfinni: 


Barn og hundur - stök skipti: Námskeið með fyrir börn 10 ára og eldri. Farið verður yfir grunnatriði í hlýðni og mikilvæg atriði í umgengni við hunda, bæði okkar eigin og ókunnuga. Krafa er gerð um að barn geti haft stjórn á hundinum sínum og hundurinn þarf að hafa náð 9 mánaða aldri. Þjálfari námskeiðsins er Albert Steingrímsson.

Boðið er upp á byrjendahóp og framhaldshóp.

Næsta námskeið er haldið 3.febrúar.


Samfélagsvinur: Fjögurra skipta námskeið þar sem Albert hundaþjálfari leggur fram æfingar fyrir hund og stjórnanda sem snúa að því að gera hundana að góðum þegnum í samfélaginu. Námskeiðið er kennt á laugardögum og hefst 6. apríl.


Einkatími - fyrsti tími:  Í einkatímum er farið yfir þau atriði sem eigandi óskar eftir, t.d. almenn hegðun, vandamál, æfingar osfrv. Eigandi fær æfingarvinnu skv. greiningaplani hundaþjálfara.



Hvolpanámskeið: Búið er að opna fyrir næstu hvolpanámskeið í hundaskóla Dýrheima. Á hvolpanámskeiði er lögð mikil áhersla á samstarfsvilja hvolps við stjórnanda sinn og farið yfir grunnæfingar. Farið er í umhverfisþjálfun til að hvolparnir læri að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri og gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum. Næstu námskeið hefjast í fyrstu vikunni í mars. Þjálfari námskeiðsins er Albert Steingrímsson

Hægt er að velja um þrjár tímasetningar á þriðjudögum og fimmtudögum á hvolpanámskeiðum, sjá nánar hér fyrir neðan: 


Hlýðni 1: Búið er að opna fyrir næstu hlýðninámskeið í hundaskóla Dýrheima. Námskeiðið er eingöngu verklegt og lagt er upp með samstarfsvilja hunds og gott augnsamband. Námskeiðið er góður grunnur að hlýðni, alls 8 skipti og 90 mínútur í senn. Námskeiðið hentar öllum hundum frá 9 mánaða aldri og gott er ef hundur er búinn með hvolpanámskeið. Þjálfari námskeiðsins er Albert Steingrímsson. 

Hægt er að velja um þrjár tímasetningar á miðvikudögum, sjá hér fyrir neðan:  


Cavalier hvolpakrútt
Orri - Golden Retriever krútt