Barn og hundur - Stök skipti

Hlýðniæfing fyrir börn, 10 ára og eldri þar sem þau læra ýmsar æfingar með hundinum sínum.

Farið verður yfir grunnatriði í hlýðni og mikilvæg atriði í umgengni við hunda, bæði okkar eigin hunda og ókunnuga. 

Áhersla verður lögð á eftirfarandi æfingar á námskeiðinu: 

  • Sitja 
  • Liggja
  • Taumganga
  • Innkall
  • Trix

Krafa er gerð um að barn geti haft stjórn á hundinum sínum. Hundur þarf að vera 9 mánaða eða eldri og góður með öðrum hundum. Nauðsynlegt er að viðra hundinn létt fyrir tímann. Foreldrar verða að vera á svæðinu (t.d. kaffihúsinu).

Byrjendahópur - Börn að stíga sín fyrstu skref í þjálfun á hundinum sínum

Framhaldshópur - Vön börn í meira krefjandi æfingum

Fjöldi skipta: 1
Tímalengd: 60-90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur (inni- og úti).

Þjálfari: Albert Steingrímsson

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)