Hvolpanámskeið - 17:00-18:30

Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda.

Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • ganga í taum
  • sitja
  • liggja
  • standa
  • innkall
  • slökun
  • nei skipun
  • gjörðu svo vel/eða frí

Farið er í umhverfisþjálfun og hvolpar læra að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður og eiga að geta gert allar æfingar á ólíkum svæðum. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri.

Námskeiðið gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum.

*ATH* sjá dagsetningar í bókun. 

Fjöldi skipta: 8 skipti - 1 tími er bóklegur án hunds.
Tímalengd: 90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur

Þjálfari: Albert Steingrímsson

*Hvolpa- og hlýðninámskeiðin okkar eru sérstaklega haldin úti til þess að hundarnir þjálfist í raunaðstæðum óháð árstíma en ekki á vernduðu innisvæði, slíkt hefur reynst betur þegar hvolparnir halda svo út í lífið.

Customer Reviews

Based on 5 reviews
80%
(4)
0%
(0)
20%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
L
Lárus Ólafsson
Þetta á til með að hjálpa manni við uppeldið á dyrinu

Albert kann þetta👍

S
Sigurgeir Finnsson
Gagnlegt og skemmtilegt

Mjög fróðlegt og gott námskeið. Albert er virkilega hvetjandi og styðjandi. Ég og Tinna mín lærðum mjög mikið og urðum miklu samstilltari. Ég fékk fullt af verkfærum til að vinna með. Námskeiðið var skemmtileg samverustund fyrir fjölskylduna.

H
Hafrún Sigurðardóttir
Algjörlega frábært námskeið!

Hvolpanámskeiðið hjá Dýrheimum sem Albert kennir er algjörlega einstakt. Frábær leiðsögn og allt tip top 👌

H
H.S.
Frábært námskeið

Algjörlega frábært námskeið hjá Albert og Dyrheimum og öll umgjörð til fyrirmyndar 🙂

S
Svanhvít Sæmundsdóttir
Þjálfun í lagi en aðstaðan ömurleg

Hefði ekki skráð mig á þetta námskeið á þessum árstíma vitandi að það ætti að vera úti á þessum árstíma. Sama hvað maður klæðir sig þá er maður að krókna úr kulda eftir tímann enda ekki td. hægt að vera í vettlingum og gefa nammi og fl.

Hæhæ Svanhvít! Takk fyrir umsögnina!
Hvolpa- og hlýðninámskeiðin okkar eru sérstaklega haldin úti til þess að hundarnir þjálfist í raunaðstæðum óháð árstíma en ekki á vernduðu innisvæði, slíkt hefur reynst betur þegar hvolparnir halda svo út í lífið.
Kær kveðja,



.features--image-zoom .image-zoom img { height: 250px; }