Sýningarþjálfun fyrir Spanieldeild HRFÍ

september 30, 2025 1 mínútur að lesa

Þann 29. september var haldin sýningarþjálfun í sýningarsal Dýrheima. Þjálfunin var haldin fyrir Spanieldeild HRFÍ fyrir októbersýningu HRFÍ um nk. helgi.


Jóhanna Líf stýrði þjálfuninni en hún hefur áralanga reynslu í sýningarhringnum ásamt því að hafa sýnt spanielhunda í fjöldamörg ár.


Þjálfun er mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir sýningar og hjálpar sýnendum að draga fram það besta úr sínum hundi.