Tvöföld sýningarhelgi!

ágúst 22, 2023 1 mínútur að lesa

Helgina 2-3. september sl. var fjöldi hunda mættur á hundasýningu í Dýrheimum! 


Tvær deildir héldu glæsilegar sýningar í sýningarsal Dýrheima. Á laugardeginum voru samankomnir um 100 Schnauzerhundar af sjö mismunandi afbrigðum í lit og stærð sem kepptu um bestu hunda sýningar. Á sunnudeginum mættu fjárhundarnir en um 80 fjárhundar úr fjár- og hjarðhundadeild af 10 tegundum. 


Kaffihús Dýrheima var opið og gómsætar veitingar voru framreiddar ásamt því var hægt að horfa á sýninguna “live” á skjá í kaffihúsinu. 


Við þökkum báðum deildum fyrir frábæra samveru og skemmtilega viðburði! 

Besti hundur sýningar