Hvolpanámskeið - 15:30-17:00

Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda.

Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • ganga í taum
  • sitja
  • liggja
  • standa
  • innkall
  • slökun
  • nei skipun
  • gjörðu svo vel/eða frí

Farið er í umhverfisþjálfun og hvolpar læra að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður og eiga að geta gert allar æfingar á ólíkum svæðum. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri.

Námskeiðið gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum.

*ATH* sjá dagsetningar í bókun. 

Fjöldi skipta: 8 skipti - 1 tími er bóklegur án hunds.
Tímalengd: 90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur

Þjálfari: Albert Steingrímsson

*Hvolpa- og hlýðninámskeiðin okkar eru sérstaklega haldin úti til þess að hundarnir þjálfist í raunaðstæðum óháð árstíma en ekki á vernduðu innisvæði, slíkt hefur reynst betur þegar hvolparnir halda svo út í lífið.

Customer Reviews

Based on 23 reviews
100%
(23)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
G
G.M.K.
Hvolpanámskeið með Míó

Hef litla sem enga fyrri reynslu af hundanámskeiðum þannig að samanburður er vandasamur. Að mínu viti var þetta hvolpanámskeið mjög gott, aðstaðan góð og leiðbeiningar fagmannlegar. Mér fannst Míó hafa mjög gott af þessari reynslu og ég vona að ég hafi lært jafn mikið og hann.

M
M.M.
Frábært námskeið!

Lærðum helling, frábært námskeið og við mælum 100% með því.

B
Bjarni
Skemmtilegt og gagnlegt námskeið

Við fjölskyldan sóttum þetta námskeið með Esju litlu sem er líflegur hvolpur sem elskar að gera það sem hún má ekki!
Við lærðum ótal margt á þessu námskeiði og höfum öll tekið miklum framförum.
Albert þjálfari var frábær, hvetjandi, rólegur og hafsjór af fróðleik.
Mælum eindregið með!

S
S.F.H.
Frábært námskeið

Lærðum helling og sáum árangur mjög fljótt. Mjög faglegur og frábær kennari. Mæli með 100%.

G
G.G.
Til fyrirmyndar og fagmennska á háu stigi

Frábært og fyrirmyndar námskeið. Albert algjör fagmaður á sínu sviði. Fór með 8 mánaða maltese tík, get sannarlega sagt að þetta er ekki sami hundur (og eigandi) og áður! Mæli hiklaust með!