Samfélagsvinur

Námskeið þar sem hundur og stjórnandi æfa sig í hinum ýmsu aðstæðum sem upp geta komið í lífi hunds. Stjórnandi vinnur að því að gera hundinn að góðum samfélagsþegn ásamt fyrirmyndar hundi í borg og bæ. 

Kröfur eru að hundur hafi lokið hvolpanámskeiði og geti gengið í taum ásamt sitja/liggja æfingum. 

Áhersla verður lögð á eftirfarandi atriði: 

- Yfirvegun í áreiti svo sem verslun, kaffihúsi

- Yfirvegun að mæta fólki/hitta fólk

- Yfirvegun í strætóumhverfi

- Umgengnisreglur í samfélaginu

- Vera aðgerðarlaus í umhverfi sínu

 

Hluti af hreyfiafli samfélags Dýrheima er að auka aðgengi hunda í samfélagi okkar og er þetta liður í því að tryggja góða ferfætta þegna í samfélaginu okkar. 

Fjöldi skipta: 4
Tímalengd: 60-90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur fyrstu tvo tímana - svo breytilegt.

Þjálfari: Albert I. Steingrímsson

 

 

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
H
Hildigunnur
Skemmtilegt námskeið fyrir alla

Virkilega skemmtilegt og fullt af góðum æfingum og fróðleik. Áhersla á yfirvegaðan og rólegan hund undir krefjandi aðstæðum.

Albert gerir þetta skemmtilegt og hvetjandi með ýmsum ráðum til að styrkja á jákvæðan máta

Mæli með þessu námskeiði fyrir alla

G
G.Þ.B.
Frábært námskeið

Langar þig að geta farið niður í bæ í sumar og fengið þér ís og tekið hundinn með án þess að þurfa að að spá "nenni ég að hafa hann með"? Þá er þetta námskeiðið sem þið ættuð að fara á.

Albert er frábær þjálfari, þolinmóður og útskýrir hlutina vel. Það sem við fengum út úr þessu námskeiði var skilningur á því hvað við eigum að hafa í huga þegar við tökum hundana okkar með og hvernig við þjálfum upp góða borgara sem er hægt að hafa með sér á fleiri staði.