Sporanámskeið - 15:00

Á sporanámskeiði lærir hundurinn að finna spor eftir manneskju og fylgja því að endapunkti. Hundurinn lærir að markera millihluti og endahlut. 

Farið er yfir hvernig hundur nýtir vind og náttúrulegar aðstæður til að fylgja slóð. Hundur er í sporabeisli og 15 metra langri línu.

Eðlisleg leitarhvöt hundsins er nýtt sem og ótrúlegt þefskyn hans.

Hentar öllum hundum frá 9 mánaða aldri, jafnt byrjendum sem vönum. Einstaklingsmiðuð kennsla. 

*ATH* Sjá dagsetningar í bókun. 

Fjöldi skipta: 6
Tímalengd: 120 mín 
Staðsetning: Upplýsingar koma frá þjálfara

Þjálfari: Albert Steingrímsson

Afbókun á námskeið skal berast 5 dögum áður en námskeið hefst. 

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
F
F.R.Ó.
Mæli svo mikið með!

Skráði okkur til að prufa eitthvað nýtt og nú er þetta uppáhalds hjá okkur báðum! Námskeiðið og leiðbeinandinn fá 11/10 frá okkur Byl. Nú bara halda áfram að æfa:)