Sporanámskeið

Á sporanámskeiði lærir hundurinn að finna spor eftir manneskju og fylgja því að endapunkti. Hundurinn lærir að markera millihluti og endahlut.

Farið er yfir hvernig hundur nýtir vind og náttúrulegar aðstæður til að fylgja slóð. Hundur er í sporabeisli og 15 metra langri línu.

Eðlisleg leitarhvöt hundsins er nýtt sem og ótrúlegt þefskyn hans.

Námskeiðið er í alls 6 skipti, 2 klst. í senn, og hentar öllum hundum frá 9 mánaða aldri.


Viltu fá upplýsingar þegar næsta námskeið fer að hefjast? Hafðu samband við Albert I. Steingrímsson, albert@dyrheimar.is