Maxi Dermacomfort

Þurrfóður fyrir fullorðna hunda af stórhundakyni með viðkvæma húð

Heildstætt þurrfóður fyrir stóra hunda sem hættir til að fá kláða og pirring í húð eða í eyrun.

Húð

Fóðrið er einstök blanda næringarefna, ómega-3 (EPA+DHA) og ómega-6 (GLA) sem styrkja varnir húðarinnar og draga úr bólgum og kláða.

Andoxunarefni

Fóðrið inniheldur sambland andoxunarefna sem vinna að því að hlutleysa sindurefni og minnka þar með skaðsemi þeirra á líkamann.

Melting

Fóðrið hjálpar til við að draga úr vægum ofnæmiseinkennum með auðmeltanlegum formeltum próteinum (LIP), sérvöldum trefjum (m.a. psyllium) og góðgerlafæðu (FOS).

Fóðurkúlurnar

Lögun fóðurkúlnanna tekur tillit til kjálkastærðar og er með þeim hætti að hún hvetur hundinn til þess að tyggja en það minnkar hættuna á tannsteinsmyndun.

Heilbrigðir liðir

Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum en liðavandamál eru vel þekkt á meðal hunda af stórhundakyni. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.

Stærð

Stórir fullorðnir hunda sem eru á bilinu 26-44 kg.

Næringargildi

Prótein: 25% - Trefjar: 1.6% - Fita: 17%.

 

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
G
Guðni Þór
Hjálpar okkur mikið við að halda húðvandamálum í burtu

Við erum með 6 ára gamla Golden Retriever tík á þessu fóðri. Síðan hún var hvolpur hefur verið ofnæmisvesen með endalausum hot spots (dermatitis) yfir sumarið sérstaklega. Í mörg ár vorum við með hana á Hypoallergenic fóðri en eftir góða ábendingu frá dýralækninum okkar prófuðum við að setja hana á "Derm" fóður sem virtist ganga vel í hana. Fyrst vorum við á Derm fóðri frá öðrum framleiðanda en skiptum svo strax yfir þegar Dýrheimar fóru að taka inn Derma fóður fyrir stóra hunda. Fóður kúlurnar eru stærri og gott að vita að það séu bætiefni sérstaklega fyrir stóra hunda.

Við sjáum kláran mun á feldinum og hversu miklu betri hún er í húðinni. Við vitum að hún er með ofnæmi fyrir ákveðnum hlutum og það er eins og að húðin sé betur í stakk búin til þess að takast á við ertinguna og kláðann (sem virðist vera mikið minni!) þegar hún er á þessu fóðri.

Mælum með fyrir ofnæmispésa og aðra með húðvandamál. Þeir eigendur sem hafa þurft að vera með skerm á hundinum sínum hálft árið vita hvað þetta er leiðinlegt og hversu frábært það er að finna eitthvað sem virkar fyrir sinn hund. Núna förum við í ferðir á sumrin vitandi að við getum sullað og hlaupið í grasinu án þess að vera í endalausum vandræðum.