Babycat Milk 300gr - kettlingamjólk

Þurrmjólk fyrir læðu og kettlinga frá fæðingu

Uppvöxtur

Þurrmjólk sem stuðlar að stöðugum uppvexti - næringargildi þurrmjólkurinnar er eins líkt móðurmjólk kettlinga eins og hægt er. Mjólkin er orku- og próteinrík og tekur þannig mið af heildar orkuþörf á þessum viðkvæma tíma.

Auðmeltanleg

Þurrmjólkin er sérstaklega auðmeltanleg með formeltum próteinum (LIP) sem gera það að verkum að líkurnar á hverskonar ofnæmi eru minni en annars væri. Sömuleiðis er laktósamagn svipað og í móðurmjólkinni sem hentar ungum kettlingum einstaklega vel. Mjólkin hentar einnig sérstaklega meltingarvegi kettlinga þar sem hún inniheldur ekki sterkju (ungir kettlingar framleiða ekki nægilegt magn amýlasa til þess að melta/brjóta niður sterkju). Viðbætt góðgerlafæða (FOS) styður við heilbrigða meltingarflóru.

Næringargildi

Prótein: 33% - Fita: 39%.