Uppselt

Pro HT42D Large Dog

Fóður fyrir tíkur frá 1. degi lóðarís fram á 42. dag meðgöngu

Besta upphafið

HT42D Large Dog er hannað fyrir tíkur af miðlungs- og stórhundategundum. Það inniheldur mikilvæg næringarefni til þess að styðja við þróun og þroska fóstra. Orkuþörf, ónæmiskerfi, fitusýruþörf (sérstaklega ómega-3 fitursýrum) og önnur næringarefni eins og m.a. týrosín, beta-karotín, A- og C-vítamín, lútein, fólinsýra og ómega-3 langkeðja fitusýrurnar EPA/DHA eru nauðsynleg í réttum hlutföllum á þessum mikilvæga tíma en allir þessir þættir, og fleiri til, skipta miklu máli í heilsu tíkarinnar og ófæddu hvolpanna.

Ómega-3 fitursýrurnar, þá sérstaklega DHA, stuðla að heilbrigðum þroska heila á meðgöngu, þá sérstaklega á fyrstu stigum (fyrstu 2/3 hlutar meðgöngunnar). Sömuleiðis er B-vítamínið fólasín í réttum hlutföllum en klofinn hryggur og holgóma hafa verið tengd við skort á fólasíni á meðgöngu.

Sérstakir samverkandi andoxarar stuðla að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi og gefa þannig móður og afkvæmum tækifæri til að mynda mótefni og takast þannig betur á við ýmsar veirur sem á geta herjað.

Ákjósanleg orka

Frá fyrsta degi lóðarís og fram á 42. dag meðgöngu er dagleg orkuþörf tíkarinnar svipuð og áður en meðganga hófst. Mikilvægt er að fylgjast með skammtastærðum til að koma í veg fyrir meiri þyngdaraukningu en eðlilegt er á meðgöngu, en slíkt getur leitt til erfiðari fæðingar. HT42D hentar því ekki bara næringarfræðilega séð heldur mjög vel út frá orkuþörf.

Heilbrigð melting

Varnarkerfi þarma veikist meðan á meðan meðgöngu stendur. HT42D inniheldur sérstaklega auðmeltanleg prótein, trefjar, ómega-3 fitusýrurnar EPA/DHA og góðgerlafæðu til þess að stuðla að heilbrigðari meltingu á meðgöngu.

ATH: Ef einungis 1-2 hvolpar eru væntanlegir getur Starterinn verið of orkuríkur fyrir tíkina og valdið óþarfa þyngdaraukningu sem er óæskilegt. Því er, undir þeim kringumstæðum, mælt með að færa tíkina yfir á Puppy á 43. degi meðgöngunnar (einnig er hægt að halda áfram á HT42d) sem er orkuminna fóður en Starter en svo aftur yfir á Starter þegar hvolpar eru fæddir enda mikilvægt að tíkin fái næga orku til að gefa á meðan á krefjandi spenagjöf stendur.

Næringargildi

Prótein: 26% - Fita: 18% - Trefjar: 8.5% - EPA/DHA: 4 g/kg. - Fólasín: 29mg/kg.