Einstaklingsbundin kennsla þar sem hægt er að hjálpa sýnanda að bæta sig, finna leiðir til að bæta hundinn auk þess að bæta samvinnu hunds og sýnanda. Lögð er áhersla á að þjálfa hundinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Einkatíminn er um 40 mínútur.
Þjálfarar eru Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir eða Theodóra Róbertsdóttir, sýnendur til fjölda ára með reynslu af tegundum í öllum tegundarhópum.
Staðsetning er í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi 5.