Einkatími - sýnendaþjálfun

Einstaklingsbundin kennsla þar sem hægt er að hjálpa sýnanda að bæta sig, finna leiðir til að bæta hundinn auk þess að bæta samvinnu hunds og sýnanda. Lögð er áhersla á að þjálfa hundinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Einkatíminn er um 40 mínútur. 

Þjálfarar eru Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir eða Theodóra Róbertsdóttir, sýnendur til fjölda ára með reynslu af tegundum í öllum tegundarhópum. 

Staðsetning er í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi 5.

Customer Reviews

Based on 6 reviews
100%
(6)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
J
Janie Elizabeth
Frábær sýnendaþjálfun!

Ég fór í sýnendaþjálfun til hennar Rannveigar og ég mæli 100% með þessa tíma!

Rannveig Gauja var tilbúin að hlusta á allar mínar vangaveltur og aðstoðaði mig með allt sem að ég hafði átt í erfiðileikum með.
Hún gaf mér góða punkta til þess að ég gæti lesið reglulega yfir og einnig til þess að muna allt það sem að ég var að læra.
Nærvera hennar er góð og bæði ég og hundarnir mínir fórum örugg í keppnishringinn sem skilaði okkar frábærum árangri!

Takk innilega fyrir mig!

S
S.E.S.
Yndisleg og frábær þjálfari

Komum í einkatíma til Gauju og vá þetta var svo frábært og lærdómsríkt! bæði fyrir mig og hundinn. Mæli mjög mikið með ! Takk kærlega fyrir okkur :)

G
G.Þ.B.
Frábærar ráðleggingar og eftirfylgni

Fór í fyrsta einkatímann til Theodóru og fékk svo mikið meira út úr einum tíma en ég átti von á. Theodóra er greinilega fagmaður í sýningum og getur útskýrt hluti á auðskiljanlegan hátt. Hún leggur áherslu á að byggja á sterkum grunni og við fengum fullt af æfingum og ábendingum til að vinna með heima. Munum klárlega koma aftur til hennar til að halda áfram að verða betri í sýningum. Mæli 100% með fyrir eigendur sem eru að sýna hundana sína.

Þeir hlutir sem við erum að æfa í sýningarþjálfuninni styðja mjög vel við aðra þjálfun sem við erum að gera t.d. á hvolpanámskeiðinu.

Á
Ásta Márusdóttir
Bestu kennararnir 🥰

Ég hef bæði komið í einkatíma hjá Gauju og Theodóru fyrir sýningar og þær eru einfaldlega bestar. Þær eru svo miklir viskubrunnar og nálgast sýningar á svo ótrúlega flottan og faglegan hátt. Ég hef lært svo mikið af þeim og þær hafa hjálpað mér mikið sem sýnanda en einnig að byggja upp frábæran sýningarhund.

Ég gæti ekki mælt meira með að kíkja einkatíma hjá þeim fyrir sýningu ❤️

G
Guðlaug Linda Guðjónsdóttir

Einkatími - sýnendaþjálfun