Einkatími - sýnendaþjálfun

Einstaklingsbundin kennsla þar sem hægt er að hjálpa sýnanda að bæta sig, finna leiðir til að bæta hundinn auk þess að bæta samvinnu hunds og sýnanda. Lögð er áhersla á að þjálfa hundinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Einkatíminn er um 40 mínútur. 

Þjálfarar eru Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir eða Theodóra Róbertsdóttir, sýnendur til fjölda ára með reynslu af tegundum í öllum tegundarhópum. 

Staðsetning er í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi 5.

Customer Reviews

Based on 3 reviews
100%
(3)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Á
Ásta Márusdóttir
Bestu kennararnir 🥰

Ég hef bæði komið í einkatíma hjá Gauju og Theodóru fyrir sýningar og þær eru einfaldlega bestar. Þær eru svo miklir viskubrunnar og nálgast sýningar á svo ótrúlega flottan og faglegan hátt. Ég hef lært svo mikið af þeim og þær hafa hjálpað mér mikið sem sýnanda en einnig að byggja upp frábæran sýningarhund.

Ég gæti ekki mælt meira með að kíkja einkatíma hjá þeim fyrir sýningu ❤️

G
Guðlaug Linda Guðjónsdóttir

Einkatími - sýnendaþjálfun

R
R.T.
Einkatími hjá Theodóru

Theodóra hefur hjálpað mér gríðarlega mikið fyrir sýningar og þjálfun á hundunum mínum.
Hún er fagmaður fram í fingurgóma og kann heldur betur sitt fag!

Gæti ekki mælt meira með henni❤️.features--image-zoom .image-zoom img { height: 250px; }