Einkatími - sýnendaþjálfun

Einstaklingsbundin kennsla þar sem hægt er að hjálpa sýnanda að bæta sig, finna leiðir til að bæta hundinn auk þess að bæta samvinnu hunds og sýnanda. Lögð er áhersla á að þjálfa hundinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Einkatíminn er um 40 mínútur. 

Þjálfari er Theodóra Róbertsdóttir, sýnandi til fjölda ára með reynslu af tegundum í öllum tegundarhópum. 

Staðsetning er í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi 5.

Customer Reviews

Based on 11 reviews
100%
(11)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
S
Sara Rún
Mæli 100% með

Hef tvisvar farið til Theodóru.
Ég mætti í báða tímana með sýnandanum mínum og ég er ótrúlega þakklát fyrir alla kennsluna fyrir bæði sýnandan og mig sem eiganda til að geta kennt sjálf heima.
Theodóra hefur mjög góða nærveru og er ótrúlega klár og útsjónarsöm.
Útskýrir á rólegan og eðlilegan hátt.
Og sér hluti sem maður tekur ekki eftir sjálfur. Hún gefur manni hugrekki
Ég mun áfram fara reglulega til hennar með mína hunda. Og ég held að allir ættu að splæsa í tíma hjá Theodóru hvort sem þeir eru vanir eða óvanir.
Takk fyrir mig

H
H.J.G.
Mæli hiklaust með þessum tíma

Skemmtilegur tími og ferlið er jákvætt og uppbyggilegt. Fengum tíma hjá Gauju, frábært að fá reynd augu til að sjá hvað mætti gera betur. Höfum verið að mæta hér og þar um allan bæ í sameiginlega tíma fyrir sýningar sem er fínt en þessi tími toppar alla hina tímana. Gauja útskýrði allt á skiljanlegan máta og með mikið af gagnlegum upplýsingum sem eru einstaklingsmiðaðar. Mæli með!!

H
Hafdís

Einkatími - sýnendaþjálfun

S
Sigurbjörg Eva Sigurðardóttir
Theodóra alveg frábær! 100%!

Annað sinn sem ég nýti mér þessa þjónustu. Hef hitt Rannveigu og núna síðast Theodóru þær eru báðar alveg frábærar og maður lærir svo mikið og fær mikið útúr þessum tíma. Mæli með fyrir alla nýliða eða lengra komna sem langar að fínpússa eitthvað eða fá bara annað auga á það sem maður er að vinna með !

Í
Íris Rut Þorgeirsdóttir
Einkatími-sýnendaþjálfun hjá Theodóru

Ég mæli klárlega með að skella sér í einkatíma. Ég er með Franskan Bulldog sem er ansi ákveðin og veit sko hvað hún vill. Theodóra gaf okkur nokkur dýrmæt ráð, sem við höfum nú í farteskinu. Ég sé strax miklar bætingar 🥰