Hvolpanámskeið - 15:30-17:00

Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda.

Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • ganga í taum
  • sitja
  • liggja
  • standa
  • innkall
  • slökun
  • nei skipun
  • gjörðu svo vel/eða frí

Farið er í umhverfisþjálfun og hvolpar læra að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður og eiga að geta gert allar æfingar á ólíkum svæðum. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri.

Námskeiðið gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum.

*ATH* sjá dagsetningar í bókun. 

Þriðjudagar og fimmtudagar: Tímar hefjast kl 12:00

Föstudagar: Tímar hefjast kl 13:00

Fjöldi skipta: 8 skipti - 1 tími er bóklegur án hunds.
Tímalengd: 90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur

Þjálfari: Albert Steingrímsson

*Hvolpa- og hlýðninámskeiðin okkar eru sérstaklega haldin úti til þess að hundarnir þjálfist í raunaðstæðum óháð árstíma en ekki á vernduðu innisvæði, slíkt hefur reynst betur þegar hvolparnir halda svo út í lífið.

Afbókun á námskeið skal berast 5 dögum áður en námskeið hefst. 

Customer Reviews

Based on 12 reviews
100%
(12)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
V
Viktoría
Hvolpanámskei

Bæði þjálfarinn og námskeiðið frábært 😊

A
Arna Bech
Æðislegt námskeið

Frábært nàmskeið og Albert frábær kennari.

R
Rakel Pálmadóttir
Frábært námskeið

Gætum ekki verið ánægðari með hvolpanámskeiðið sem við fórum á hjá Alberti.
Við og hvolpurinn okkar lærðum að vinna saman og það var ótrúlegt hversu mikið við lærðum á nokkrum vikum.
Eitt það besta var að við vorum úti allan tímann að láta reyna á þjálfunina í raunverulegum aðstæðum.
Rakel, Beth og Tommi

E
Eygló Brá og Perla
Hjálplegt og skemmtileg

Það var frábært að koma á námskeið hjá Alberti, hann mætir öllum þar sem þeir eru staddir og gerir námskeiðið skemmtilegt. Hlakka til að fara á næsta námskeið með Perlu og læra enþá meira :)

R
Ragnhildur Þórarinsdóttir

Hvolpanámskeið - 15:30-17:00


Þú varst að skoða