Boxer

Þurrfóður fyrir Boxer hunda eldri en 15 mánaða

Heilbrigt hjarta

Stuðlar að heilbrigðri hjartastarfsemi m.a. með fjölómettuðum fitusýrum, táríni og L Karnitín. 

Aðlagað orkumagn

Aðstoðar við að viðhalda vöðvamassa með aðlöguðu magni próteina. Ennfremur inniheldur fóðrið L-karnitín sem leikur stórt hlutverk í eðlilegri fitubrennslu.

Heilbrigðir liðir

Inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.

Andoxunarefni

Inniheldur sambland andoxunarefna sem aðstoða við að hlutleysa sindurefni sem dregur verulega úr skemmdaráhrifum sindurefnanna á líkamann. 

Fóðurkúlurnar

Kúlurnar eru þannig að stærð og lögun að það er auðveldara fyrir hundinn að ná þeim upp. Sömuleiðis hvetur stærðin og lögunin hundinn til að bryðja fóðrið og stuðla þannig að bættri meltingu, hægari fóðurinntöku og minnka líkur á uppþembu. 

Tannheilsa

Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að bryðja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.

Næringargildi

Prótein: 26% - Trefjar: 2.5% - Fita: 20%.