Ákveðnar tegundir trefjar örva hreyfingu þarma. Slíkt hjálpar til við að koma hári sem kötturinn gleypir daglega áfram í meltingarveginum og koma þar með í veg fyrir að það safnist í maga. Við það minnka líkurnar mikið á því að kötturinn kasti hárinu aftur upp eða að það stífli meltingarveginn.
Auk þess að vera trefjaríkt inniheldur fóðrið góðgerlafæðu (FOS) sem efla heilbrigði meltingarvegarins.
Prótein: 34% - Trefjar: 6.9% - Fita: 15%.