Hvolpanámskeið - 12:00-13:30

Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda.

Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • ganga í taum
  • sitja
  • liggja
  • standa
  • innkall
  • slökun
  • nei skipun
  • gjörðu svo vel/eða frí

Farið er í umhverfisþjálfun og hvolpar læra að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður og eiga að geta gert allar æfingar á ólíkum svæðum. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri.

Námskeiðið gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum.

*ATH* sjá dagsetningar í bókun. 

Fjöldi skipta: 8 skipti - 1 tími er bóklegur án hunds.
Tímalengd: 90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur

Þjálfari: Albert Steingrímsson

*Hvolpa- og hlýðninámskeiðin okkar eru sérstaklega haldin úti til þess að hundarnir þjálfist í raunaðstæðum óháð árstíma en ekki á vernduðu innisvæði, slíkt hefur reynst betur þegar hvolparnir halda svo út í lífið.

Afbókun á námskeið skal berast 5 dögum áður en námskeið hefst. 

Customer Reviews

Based on 42 reviews
100%
(42)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Ó
Ólafur
Frábært námskeið!

Þetta var frábært námskeið fyrir hundinn og eigendur. Albert er mjög góður leðbeinandi.

G
G.T.V.
Frábært námskeið!

Æðislegt námskeið í alla staði! Albert er frábær kennari. Námskeiðið er haldið utandyra sem er mjög gott. Gott að þjálfa hundinn í allskonar veðri. Fara út fyrir þægindarammann.
Svo halda bara æfingar áfram fram að næsta námskeiði.

A
A.T.

Albert er einstaklega vel að sér í kennslu á hvernig best er að nálgast hundinn sinn og fá hann með sér í lið og kann leiðirnar til þess.
Ég hef alla mína tíð átt hunda sem hafa flestir orðið góðir og vel tamdir og taldi mig ekki þurfa að fara á neitt hvolpanámskeið. En eftir þetta námskeið verð ég að segja að það var ansi margt sem hann Albert gat komið til skila sem við á þessu heimili eigum eftir að nýta okkur. Kærar þakkir fyrir okkur.

G
G.L.N.
Frábært námskeið!

Þetta var virkilega gott námskeið! Albert er alveg frábær með mikla reynslu, með mikinn skilning og þekkingu á hundum.
Takk fyrir okkur, við lærðum helling

Þ
Þ.k.A.
Flott námskeið

Flott námskeið og Albert æðislegur þjálfari, mæli 100% með😊