Sækinámskeið

Á sækinámskeiði lærir hundur að sækja og skila.

Farið er yfir stöðugleika, vinnuvilji virkjaður í gegnum leik og hundur lærir að sækja og skila í hendi. Einnig lærir hundur að finna hlut og sækja og skila, einnig að halda á hlut.

Við notum raddskipun, flautu og klicker.

Hundur vinnur sjálfstætt og í samvinnu við stjórnanda sinn og reynir mikið á innkalls skipanir og stöðugleika hjá hundi.

Námskeiðið er í alls 4 skipti, 90 mínútur í senn og hentar flestum hundum og aldri.

Það sem þarf að koma með á námskeið

Löng lína – flauta – klicker – dót sem hundur vill leika með.


Viltu fá upplýsingar um hvenær næsta námskeið hefst? Hafðu samband við Albert I. Steingrímsson, albert@dyrheimar.is