Pro HT42D Small Dog

Fóður fyrir tíkur frá 1. degi lóðarís fram á 42. dag meðgöngu

Besta upphafið

HT42D Small Dog er hannað fyrir tíkur af litlum- og smáhundategundum. Það inniheldur mikilvæg næringarefni til þess að styðja við þróun og þroska fóstra. Orkuþörf, ónæmiskerfi, fitusýruþörf (sérstaklega ómega-3 fitursýrum) og önnur næringarefni eins og m.a. týrosín, beta-karotín, A- og C-vítamín, lútein, fólinsýra og ómega-3 langkeðja fitusýrurnar EPA/DHA eru nauðsynleg í réttum hlutföllum á þessum mikilvæga tíma en allir þessir þættir, og fleiri til, skipta miklu máli í heilsu tíkarinnar og ófæddu hvolpanna.

Ómega-3 fitursýrurnar, þá sérstaklega DHA, stuðla að heilbrigðum þroska heila á meðgöngu, þá sérstaklega á fyrstu stigum (fyrstu 2/3 hlutar meðgöngunnar). Sömuleiðis er B-vítamínið fólasín í réttum hlutföllum en klofinn hryggur og holgóma hafa verið tengd við skort á fólasíni á meðgöngu.

Sérstakir samverkandi andoxarar stuðla að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi og gefa þannig móður og afkvæmum tækifæri til að mynda mótefni og takast þannig betur á við ýmsar veirur sem á geta herjað.

Ákjósanleg orka

Frá fyrsta degi lóðarís og fram á 42. dag meðgöngu er dagleg orkuþörf tíkarinnar svipuð og áður en meðganga hófst. Mikilvægt er að fylgjast með skammtastærðum til að koma í veg fyrir meiri þyngdaraukningu en eðlilegt er á meðgöngu, en slíkt getur leitt til erfiðari fæðingar. HT42D hentar því ekki bara næringarfræðilega séð heldur mjög vel út frá orkuþörf.

Heilbrigð melting

Varnarkerfi þarma veikist meðan á meðan meðgöngu stendur. HT42D inniheldur sérstaklega auðmeltanleg prótein, trefjar, ómega-3 fitusýrurnar EPA/DHA og góðgerlafæðu til þess að stuðla að heilbrigðari meltingu á meðgöngu.

ATH: Ef einungis 1-2 hvolpar eru væntanlegir getur Starterinn verið of orkuríkur fyrir tíkina og valdið óþarfa þyngdaraukningu sem er óæskilegt. Því er, undir þeim kringumstæðum, mælt með að færa tíkina yfir á Puppy á 43. degi meðgöngunnar (einnig er hægt að halda áfram á HT42d) sem er orkuminna fóður en Starter en svo aftur yfir á Starter þegar hvolpar eru fæddir enda mikilvægt að tíkin fái næga orku til að gefa á meðan á krefjandi spenagjöf stendur.

Næringargildi

Prótein: 24% - Fita: 18% - Trefjar: 3.8% - EPA/DHA: 4 g/kg. - Fólasín: 29mg/kg.


    Customer Reviews

    Based on 2 reviews
    100%
    (2)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    S
    S.G.G.

    Frábært að hafa aðgang að sérstöku meðgöngufóðri og vera þannig viss um að tíkin sé að fá öll þau auka næringarefni sem hún þarf. Mjög þægilegt að þurfa ekki að kaupa nein fæðubótarefni til að gefa aukalega með fóðri.

    Í
    Íris Guðjónsdóttir
    Ht42d fóðrið

    Mjōg gott fóður sem við gáfum tíkinni okkar á meðgōngu. Hún fékk ōll þau næringarefni sem stuðlaði að góðri heilsu hennar og hvolpana. Fæðingin gekk mjōg vel og hvolparnir fæddust mjōg hraustir og kraftmiklir. Mæli eindregið með þessu fóðri.