Sýningarsalur

Sýningar/þjálfunarrými til útleigu. 

Sé óskað eftir að leigja salinn í lengri tíma en klst. skal senda fyrirspurn á syning@dyrheimar.is - Klst. leiga er í boði alla laugardaga 12-16.

Verð: hálfur dagur (4klst) 27.000; heill dagur (8klst) 48.000; helgi 89.000. 

Aðilar með samstarfs- eða ræktunarsamning fá 15% afslátt af leigugjaldi, hafið samband við syning@dyrheimar.is. 

Sé salurinn bókaður samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála: 

Hundar eru alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Umgengni skal vera á þann hátt að hinu leigða sé sýnd virðing í hvívetna. Ekki skal leyfa hundum að merkja svæði, hvorki inni né úti við hús. Mikilvægt er að sótthreinsa fleti strax ef óhöpp verða.  

Við lok leigutíma skal leigutaki þurr- og blautmoppa gólf með sótthreinsi, smúla útisvæði eftir þörfum og tryggja að hið leigða sé í sama ástandi og þegar tekið var við því. Séu þrif ófullnægjandi að mati leigusala bætist við þrifagjald að fjárhæð kr. 20.000.  

Reykingar (einnig með rafsígarettum) eru bannaðar í hinu leigða en leyfðar við reykingastaur á útisvæði. 

Rusl skal setja í flokkunartunnur og skítapokum skal hent í sérstakar tunnur á útisvæði.  

Leigutaki ber ábyrgð á hinu leigða og skal bæta allt tjón á hinu leigða eða fylgifé þess, sem verður af völdum hans sjálfs, starfsmanna hans eða annarra manna sem hann hefur leyft afnot af hinu leigða eða umgang um það.  

Leigusali skal hafa rétt til aðgangs að hinu leigða meðan á leigu stendur til eftirlits. Afnot af öðrum svæðum en hinu leigða (sýningasal og salerni) eru ekki heimil án samþykkis leigusala.