Ferðalög með dýr

júní 14, 2023 2 mínútur að lesa

Farsæl ferðalög með dýr


Sumartíminn er algengur ferðatími þar sem öll fjölskyldan ferðast saman. Í slíkum ferðalögum er mikilvægt að skipuleggja ferðalagið, tryggja öryggi dýranna og einfalda ferlið eins og hægt er svo allir geti notið saman! Við höfum tekið til nokkra punkta sem gott getur verið að hafa í huga fyrir komandi ferðalög bæði til þess að tryggja ánægjulega ferð en einnig öryggi dýranna. 

1. Að undirbúa ferðalagið

Það eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga þegar undirbúa á ferðalag með dýr: 

  • Er dýrið leyft á staðnum?
  • Er taumskylda á svæðinu?
  • Eru sprungusvæði eða hættusvæði nálægt?
  • Er langt í dýralæknaþjónustu? (Pakka í veglega sjúkratösku)
  • Gerum ráð fyrir dýrinu í dagsferðum
  • Höfum í huga aldur og getu dýrsins í afþreyingum ferðarinnar
  • Er dýrið með rétt skráð örmerki?
Baily í útileigu

2. Að pakka niður

Hundur:

  • Fóður og vatnsdallar
  • Fóður
  • Langlína
  • Krókur í jörðu
  • Hálsól/beisli/taumur
  • Merkispjald
  • Sjúkrataska
  • Svefnpláss
  • Skítapokar
  • Leikföng eða þrautir fyrir hundinn

Köttur: 

  • Fóður og vatnsdallar
  • Fóður 
  • Hálsól með merkispjaldi
  • Staðsetningartæki (öruggast)
  • Langlína (þunn langlína ef kötturinn er vanur að vera úti án þess að eiga hættu á að týnast)
  • Sjúkrataska
  • Svefnpláss
  • Kattasand/poka til förgunar
  • Teppi eða flík með kunnulegri lykt 
  • Ferómón sprey til þess að takmarka stress/streitu á ferðalaginu
Matthildur í ferðabúri

3. Ferðalagið sjálft

  • Forðumst matargjöf stuttu fyrir bílferðir
  • Hreyfðu hundinn vel fyrir bílferðir
  • Tryggjum öryggi dýrsins og annarra í kringum okkur
  • Verum ábyrg í umgengni á svæðum
  • Pössum ónæði gagnvart nágrönnum á svæðum
  • Pössum aukabita eins og t.d. grillmat, slíkt fer alla jafna illa í meltingarveg dýranna 
  • Aldrei skal skilja dýrin eftir eftirlitslaus í bifreiðum án góðrar loftræstingar
Emma og Ída öruggar á tjaldsvæðinu
Baily í útileigu
 
Theodóra og Matthildur, pudelpointer.
Theodóra Róbertsdóttir

Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt, aðaláhugasvið hennar liggur í næringu  hunda og katta ásamt því að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.