janúar 28, 2025 9 mínútur að lesa
Hundar og kettir eru okkur mikilvægir fjölskyldumeðlimir, því fylgir þörf fyrir að fóðra þau á sem bestan hátt. Hins vegar er sagan ekki svo einföld þegar markaðsöflin reyna á fjölbreytta vegu að hafa áhrif á ákvarðanir okkar varðandi hvað er best fyrir dýrin. Í grein þessari fjöllum við aðeins um svokölluð "markaðstrend", förum yfir hver markmið þeirra eru og förum yfir mikilvægar spurningar sem gott er að hafa í huga við fóðurval.
Markaðssetning er til þess gerð að reyna að hafa áhrif á kauphegðun, oft með því að snerta tilfinningaviðbrögð okkar. Hún er í raun öflugt tól sem má nota á ýmsan hátt til þess að auka viðskiptatryggð og jákvæða tengingu við vöru eða vörumerki, en markaðssetningu má einnig nota í þeim tilgangi að stjórna tilfinningaviðbragði kaupanda. Til dæmis fyrirsögn greinarinnar "Ert þú góður hunda- og kattaeigandi?" grípur okkur lesendur strax því öll viljum við vera góðir umönnunaraðilar. Áhrif markaðssetningar geta því verið mikil og gott er að hafa það í huga þegar við sjáum grípandi fyrirsagnir á samfélagsmiðlum eða vefsíðum. Við hvetjum ykkur því til að lesa allar upplýsingar með gagnrýnum augum.
Markaðstrend í fóðrun hunda og katta í dag eru þónokkur og má gjarnan tengja sum þeirra við markaðstrend í næringu mannfólks.
Alvöru kjöt - Ferskt kjöt
"Ferskt" getur hljómað vel á umbúðum fóðurs en það hefur mjög lítið með ferskleika eða gæði vöru að gera. Það sem það þýðir er að kjötið sem var notað var aðeins í kælikeðju fram að framleiðslu fóðursins.
Með notkun ferskrar kjötvöru má hafa áhrif á þyngd innihaldsefna og færa það ofar í innihaldslista þar sem fersk kjötvara inniheldur uþb. 80% vatn. Þurrfóður inniheldur almennt uþb. 8-10% raka eftir vinnslu og því er kjötið alltaf þurrkað í framleiðslunni sjálfri en ekki fyrir hana.
Með þessu er því ferskt kjöt ekki jafn næringarþétt vegna vatnsinnihalds. Ef umbúðir staðhæfa "with fresh X" er innihald þess enn minna og aðeins í kringum 4-14% af heildarþyngd upphaflegrar uppskriftar.
Kjötætur - Carnivore Nature
Hundar eru flokkaðir sem alætur (omnivore) vegna meltingar þeirra og nærast því bæði á afurðum úr dýra- og plönturíki. Hundar hafa treyst alfarið á fóðrun frá mannfólki í hundruði ára og því hefur meltingarvegur þeirra þróast eftir því. Kettir flokkast sem "obligate carnivore" sem þýðir að þeir þurfa að innbyrða kjöt í matarræði sínu, en ekki eingöngu. Hátt próteinmagn þýðir ekki meiri gæði, heldur skipta gæði próteinsins sem og auðmeltan- og nýtanleiki þeirra mun meira máli fyrir dýrið sjálft.
Vandamál sem geta fylgt of próteinríkri fóðrun:
Hundar og kettir geta ekki safnað eða geymt prótein/amínósýrur í líkamanum sínum og því er allt umfram prótein brotið niður í orku, glúkósa eða fitu. Það sem líkaminn nær ekki að brjóta niður verður að þvagefni (UREA). Sé þvagefnið farið að safnast upp í líkama hundsins/kattarins getur það haft neikvæð áhrif á nýrnastarfsemi og langtíma heilsu þeirra.
Kornlaust - Grain free
Kornlaust matarræði sérstaklega fyrir hunda hefur verið nokkuð stórt trend síðustu ár. Kornlaust þýðir í raun ekkert hveiti, maís, hrísgrjón, hafrar eða bygg en í staðin eru innihaldsefni á við kartöflur, sætar kartöflur, grasker, baunir, belgjurtir osfrv. notuð.
Raunin er hinsvegar sú að maís er frábær orkugjafi, ríkur af fitusýrum og línólsýru ásamt því að vera ríkur af níasín, thíamín, pantóthen sýru og fólati. Því flokkast maís sem næringarríkt innihaldsefni sem styður gjarnan vel við próteingjafa sem skortir þær amínósýrur og þau næringarefni sem maísinn gefur.
Kornlaust og hjartasjúkdómar?
Árið 2018 gaf FDA* út ábendingu varðandi aukna tíðni hjartavöðvastækkunar (DCM) í hundum sem voru fóðraðir á fóðri sem inniheldur staðgengla korns (baunir, belgjurtafræ, linsur, kartöflur osfrv.). Ekki hefur komið nákvæm skýring á þessum tilfellum umfram það að mögulega hamla þessi innihaldsefni upptöku táríns úr fæðunni sem er mikilvæg hjartaheilsu.
*U.S. Food and Drug Administration
Það er því algjör óþarfi að forðast korn í matarræði hunda og katta nema um raunverulegt óþol eða ofnæmi sé að ræða.
Náttúrulegt - Natural
Hvergi er til nákvæm skýring á orðinu "natural" innan fóðurgeirans. Skýring AAFCO (The Association of American Feed Control Officials) er frekar opin og til þess að mega markaðssetja vöru sem náttúrulega má varan ekki hafa verið framleidd með eða undirgengist efnafræðlegt ferli. Varan má ekki innihalda aukaefni sem eru efnafræðilega tilbúin nema í því magni sem gætu átt sér stað undir góðum framleiðsluháttum. Með þessari skilgreiningu gætu því flest fyrirtæki nýtt sér "natural" í markaðssetningu á fóðrinu sem það framleiðir án mikilla skilyrða. *(Sjá nánar).
Algeng orð sem má finna í markaðssetningu á “náttúrulegu” fóðri eru orðatiltæki sem eiga að höfða sérstaklega til kaupandans og hans stefnu í eigin næringu.
Með því að nota orðið "náttúrulegt" er verið að ýja að því að matarræðið eigi að svipa til úlfa í tilfelli hunda eða villtra kattartegunda í tilfelli húskatta. En hinsvegar hefur þróunin frá úlfum og villtum kattartegundum yfir í hund og húskött verið gífurleg síðustu þúsundir ára og ef slíkur samanburður ætti að vera, ætti mannfólk að vera á sama matarræði og apar. Rannsóknir sýna að melting t.d. hunda og úlfa og geta þeirra til að melta hin ýmsu næringarefni er mjög ólík, dæmi má nefna um getu til þess að melta t.d. kolvetni (sterkju og trefjar).
Hvað er náttúrulegt fóður?
Hafir þú áhuga á náttúrulegru fóðri hvet ég þig til þess að huga að því fyrir hverju það raunverulega stendur, eða hvort það uppfylli raunverulegar næringarþarfir dýrsins.
Hráfóður - Raw meat based diets
Hráfóður er ansi vinsælt trend sem getur verið bæði selt tilbúið og svo heimagert. Meiningin er að ekkert sé eldað. Mikilvægast er þó að taka fram áhættur slíkrar fóðrunar án þess að valda ofsaótta.
Næringartengdar hættur
Rannsóknir sýna fram á fjölmörg tilfelli ójafnvægis í fóðrun, t.d. ójafnvægi í steinefnamagni á við kalki og fosfór sem getur valdið vandamálum í beinvexti og ofvirkum kalkkirtli, ójafnvægi í vítamín magni á við vítamín D auk þess að hráfóður er alla jafna fituríkt sem getur ýtt undir of mikla hitaeiningainntöku og valdið brisbólgum.
Heilsufarstengdar hættur
Það eru þó nokkrar hættur sem fylgja hráfóðrun þrátt fyrir að innihaldsefni séu ætluð mannfólki. Mannfólk eldar alla jafna matinn sinn og dregur þar með úr hættu á bakteríusmitum.
Bakteríur á við Salmonella spp, E. Coli, Clostridium spp, Campylobacter jejuni, Literia spp osfrv. smitast meðal annars gegnum hrátt kjöt frá dýri til eiganda og umráðamanna ásamt því að ýta undir fjölónæmar bakteríur í mannfólki sem svara ekki sýklalyfjameðhöndlun.
Hættan á sýkingum og sjúkdómum er ekki aðeins fyrir dýrið sem borðar fóðrið heldur einnig öll önnur dýr, fólk og börn sem búa með dýrinu eða umgangast það (gestir, fjölskylda, dýralæknar, þjálfarar o.s.frv.). Þetta er sannarlega lýðheilsuvandamál sem hefur sérstaklega áhrif á þá sem eru með bælt eða bældara ónæmiskerfi (börn og aldraðir einstaklingar). Flest alvarleg tilkynnt tilfelli tengjast Salmonellu og E. Coli sýkingum sem leiða til bráðra sjúkdóma.
Manngerving í gæludýraheiminum er stórt trend sem hefur áhrif á það hvernig hunda- og kattafóður er markaðssett, framleitt og selt. Markmið markaðssetningar er að höfða á einfaldan hátt til m.a. hunda- og kattaeigenda.
Hvað er manngerving (e. humanization)?
Í samhengi við gæludýrafóður er manngerving útskýrð á þann veg að koma eigi fram við gæludýr líkt og mannfólk þegar kemur að matarræði:
Áhrif manngervingar:
Manngervingin hefur bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar:
Hvað ber að forðast:
Á meðan tilhneyging til manngervingar getur haft jákvæð áhrif, þarf að auka meðvitund um neikvæð áhrif hennar til kaupenda.
Framtíð manngervingarinnar:
Manngervingin er líklega komin til að vera. Hins vegar með aukinni fræðslu og með aukinni meðvitund hunda- og kattaeigenda um hvernig hún virkar munu áherslurnar vonandi liggja á raunverulegri heilsu og gegnsæi í markaðssetningu gæludýrafóðurs.
Hvað er næringarefni?
Næringarefni er efni sem lífvera þarf til þess að lifa og vaxa.
Hvert er hlutverk næringarefna?
Hvað er ólíkt þeirri hugsjón frá þeim sem rædd voru að ofan?
Jafnvel þó að allar leiðir fóðrunar sem ræddar hafa verið miði einnig að því að virða ráðlagðan skammt næringarefna (að minnsta kosti ef það er rétt framsett af löggiltum sérfræðingum í næringu dýra), þá er megináhersla þeirra önnur. Það snýst annaðhvort um tegund innihaldsefna sem notuð eru, áherslu á þörf forfeðra eða með því að nýta sér markaðsþróun og tískuorð í fóðrun dýra.
Flest þessara, jafnvel þó þau séu þróuð til að vera í jafnvægi fylgja aðeins kröfunum "lágmarks-, hámarks- eða ráðlagt næringargildi", þannig að jafnvel þó þau séu næringarrík, þá eru þau ekki alltaf fullnægjandi fyrir þarfir einstaks dýrs. Til dæmis gæti viðhaldsfóður fullorðinna hunda uppfyllt grunnþarfir Chihuahua og Stóra Dana, en þessi dýr myndu vafalaust njóta góðs af því að hafa sérsniðnara fóður sem myndi mæta næringarþörfum þeirra með tilliti til stærðar, ólíks meltingarvegar og ólíkra lífshátta tegundanna.
Nú skulum við taka þetta aðeins saman: Þessi næringarstefna tekur einnig mið af gæðum innihaldsefna og notar þau í réttu hlutfalli og samsetningu en megináhersla hennar er að veita fullnægjandi magn rétt samsettra næringarefna, langt umfram það að fullnægja eingöngu lágmarkskröfum. Til að gera þetta rétt þarf að gera umfangsmiklar rannsóknir áður, svo hægt sé að ná sýnilegum og jákvæðum áhrifum á heilsu dýra. Vísindafólkið og næringarfræðingarnir bakvið þessa nálgun vinna hörðum höndum að því að hafa rökstuddar fullyrðingar um heilsufarsáhrif þess að gefa fóðrið sem framleitt er. Slíkar fullyrðingar verða að vera byggðar á sönnunargögnum. Þar sem nálgunin er byggð á raunverulegum niðurstöðum en EKKI skoðunum.
Með því að skilja áhrif markaðsafla á kaupendur og leggja áherslu á raunverulega næringarþörf dýrsins getur þú tekið upplýsta ákvörðun um hvaða fóður þú telur stuðla að bættri heilsu dýrsins þíns.
Spurningar sem við ættum alltaf að spyrja okkur áður en við tökum ákvörðun varðandi fóðurval fyrir dýrið okkar eru:
Er það öruggt?
Hverjar eru gæða- og öryggiskröfur framleiðandans fyrir innihaldsefni framleiðslunnar og fyrir tilbúna vöru? Hvar er fóðrið framleitt og fyrir hvern? Hverju er miðlað um hvar vörurnar eru framleiddar og pakkaðar? Er hættugreiningakerfi fyrir mikilvæga eftirlitspunkta (HACCP) til staðar í öllu ferlinu? Er verið að greina endanlegt næringarefni, eiturefni, sýkla og skimun á pökkun og geymsluþoli fyrir, á meðan og eftir framleiðslu? Eru upplýsingar um "best fyrir" birtar?
Er það næringarríkt?
Hver hannaði uppskriftina? Voru dýralæknar sérhæfðir í næringu í ferlinu að aðlaga uppskriftir með tilliti til nákvæmni í næringarefnum miðað við næringarþarfir. Er fóðrið hannað miðað við ráðleggingar frá reglugerðaraðilum (AAFCO, NRC, FEDIAF)? Voru einhverjar vörurannsóknir framkvæmdar? Voru niðurstöður birtar í blöðum undir jafningjamati? Eru vísindalegar niðurstöður fyrir þeim staðhæfingum sem gerðar eru um fóðrið og nálgun þess?
Er það rétt fyrir mitt dýr
Er skýrt á umbúðum fyrir hvers konar dýr og á hvaða aldri fóðrið er ætlað? Er skýrt að fóðrið er "complete and balanced"? Mætir fóðrið næringarþörfum þess kattar eða hunds sem um ræðir? Eru ráðleggingar varðandi fóðurmagn á pokanum? Hvers konar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til þess að tryggja að fóðrið nýtist því dýri sem á að fóðra?
Kæri lesandi, ég vil þakka þér fyrir að hafa lesið í gegnum greinina og vona að hún hafi nýst þér til hugvekju varðandi markaðsöfl bæði í kringum dýrin okkar og svo okkur sjálf. Markmið greinarinnar er að auka vitundavakningu varðandi hve öflug markaðstólin eru í að hafa áhrif á þekkingu okkar og ákvarðanatöku, ekki alltaf á jákvæðan hátt.
Undirrituð hefur sjálf fallið fyrir markaðssetningu og tekið ákvarðanir sem ég taldi vera bestar í þágu hundsins míns en voru í raun eingöngu innantóm markaðssetning. Slíkt vakti áhuga undirritaðrar í námi til dýrahjúkrunarfræðings á næringu og mikilvægi fyrirbyggjandi umönnunar.
Ef þú ert óviss hvaða fóður hentar þínu dýri, getur þú ávallt haft samband við okkur í Dýrheimum eða dýralækninn þinn.
Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.
Nánara lesefni og heimildir:
https://europeanpetfood.org/pet-food-facts/pet-food-trends/
https://pangovet.com/statistics/pet-humanization-impact-on-pet-industry/
https://nutritionrvn.com/2021/12/31/going-against-the-grain-grain-free-diets/
https://nutritionrvn.com/2021/07/05/how-to-avoid-pet-food-marketing/
https://sites.tufts.edu/petfoodology/2016/07/23/paging-dr-google-nutrition-on-the-internet/
Freeman, L.M., Chandler, M.L., Hamper, B.A. and Weeth, L.P., 2013. “Current knowledge about the risks and benefits of raw meat–based diets for dogs and cats.” Journal of the American Veterinary Medical Association, (2013)., 243(11): 1549-1558.
Axelsson E, Ratnakumar A, Arendt M-L, et al. “The genomic signature of dog domestication reveals adaptation to a starch-rich diet”. Nature 2013;495;360–364.
Baldwin K, Bartges J, Buffington T, et al. “AAHA nutritional assessment guidelines for dogs and cats.” J Am Anim Hosp Assoc 2010:46:285–296
Hægt er að hafa samband fyrir enn frekari rannsóknir.