Ársfundur og heiðrun deildar íslenska fjárhundsins (DÍF)

febrúar 29, 2024 2 mínútur að lesa

"Ársfundur og heiðrun DÍF var haldin á kaffihúsi Dýrheima þann 28. febrúar síðastliðinn. Stigahæsti hundur ársins var tíkin Arnastaða Baldintáta og óskum við eigendum hennar og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn"

Táta
Arnastaða Baldintáta var stigahæsti hundur ársins á sýningum. Eigendur hennar og ræktendur eru Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir

Deild íslenska fjárhundsins HRFÍ hélt þann 28. febrúar ársfund sinn á kaffihúsi Dýrheima. Á ársfundum er farið yfir almenn fundarstörf eins og ársskýrslu þar sem fram kemur allt um starfsemi liðins árs, kosið í stjórn og ýmis málefni rædd. Á kaffihúsinu var svo hægt að næla sér í dýrindis kaffibolla, drykki og veitingar. Stigahæstu hundar voru heiðraðir og við óskum eigendum og ræktendum stigahæstu hundanna til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með á sýningum ársins.

Deild íslenska fjárhundsins

DÍF var stofnuð 1979 og ber ábyrgð á varðveislu og ræktun íslenska fjárhundsins í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Ísland   (HRFÍ)  . Deildin gefur árlega út dagatal með fallegum myndum af þjóðarhundinum okkar og heldur ýmsa viðburði fyrir meðlimi deildarinnar. Á heimasíðu deildarinnar má finna ýmsan fróðleik tengdan íslenska fjárhundinum -   sjá hér. 

Fleiri myndir af viðburðinum

Stigahæstu hundar ársins 2023 voru heiðraðir á fundinum og hér má sjá myndir eigendum þeirra og Stefaníu Sigurðardóttur formanni DÍF sem afhenti viðurkenningar.


Stigahæsti hundur ársins var Arnastaða Baldintáta 

Stigahæsti hundur ársins af gagnstæðu kyni var Arnastaða Þróttur

Stigahæsti öldungur ársins var Sunnusteins Hrina

Stigahæsti öldungur ársins af gagnstæðu kyni var Leiru Tryggur. 

Stigahæsti ræktandi ársins var Kolholts ræktun. 


Óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn

Ársfundur DÍF HRFÍ
Stigahæstu hundar og ræktendur fengu verðlaun frá Royal Canin og Stefanía Sigurðardóttir formaður deildarinnar veitti viðurkenningar. 

Royal Canin fóður sem hentar Íslenska fjárhundinum