Tíbet spanieldeild HRFÍ hélt þann 19. febrúar ársfund sinn á kaffihúsi Dýrheima. Á ársfundum er farið yfir almenn fundarstörf eins og ársskýrslu þar sem fram kemur allt um starfsemi liðins árs, kosið í stjórn og ýmis málefni rædd. Á kaffihúsinu var svo hægt að næla sér í dýrindis kaffibolla, drykki og nýbakaða möndluköku. Við óskum eigendum og ræktendum stigahæstu hundanna til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með á sýningum ársins.
Af heimasíðu þeirra má lesa um tegundina og sögu þeirra ,,Tíbet spaniel deildin var stofnuð 19. nóvember 1995 og hefur það að markmiði að efla heilbrigði og gæði ræktunar á Tíbet Spaniel tegundarinnar á Íslandi. Einnig er hún vettvangur fyrir eigendur Tíbet Spaniel hunda að hittast, njóta samvistar og læra meira um tegundina."
Nánari upplýsingar um tegundina, sögu og starf deildarinnar má finna hér!
Nói með einum af ræktendum sínum og sýnanda Auði Sif Sigurgeirsdóttur og eiganda sínum Helgu Kolbeinsdóttur
Fleiri myndir af viðburðinum
Stigahæstu hundar og ræktendur fengu verðlaun frá Royal Canin og viðurkenningaskjöl frá deildinni.