Samstarfssamningur við Vorstehdeild HRFÍ

febrúar 19, 2024 2 mínútur að lesa

Vorstehdeild HRFÍ skrifaði á dögunum undir þriggja ára samstarfssamning við Royal Canin á Íslandi og erum við afar stolt af því að fá þau í hóp okkar frábæru samstarfsaðila. Við hlökkum til að fylgjast með og styðja við deildina næstu árin en hún stendur vörð um ræktun á Vorsteh hundum hér á landi og heldur utan um viðburði og veiðipróf á kyninu auk annarra veiðihundakynja. Á myndinni má sjá Kjartan Antonsson formann deildarinnar Gauju sölu- og markaðsstjóra Dýrheima. 

Kjartan og Gauja
Kjartan Antonsson formaður Vorsteh deildar og Rannveig Gauja sölu- og markaðsstjóri Dýrheima

"Við hjá Dýrheimum og Royal Canin Íslandi erum full tilhlökkunnar að fylgjast með deildinni og styðja við þeirra starf næstu árin"

fóðrun Vorsteh hunda

Mikilvægt er að vinnuhundar fái góða og rétt samsetta næringu. Royal Canin er með breiða vörulínu sem hentar hundum af þessari stærð. Það fer eftir tíðni vinnunnar, ákefð og lengd hennar hvaða fóður hentar þeim en ágætt er að hafa næringarþarfir þeirra í huga og leita til fagaðila ef eitthvað er. Rétt fóðrun Vorsteh hunda er mjög mikilvæg þar sem þeir eru margir hverjir notaðir í vinnu með eigendum sínum. Theodóra dýrahjúkrunarfræðingurinn okkar skrifaði mjög flotta grein um fóðrun vinnuhunda sjá hér.

Royal Canin - Maxi Adult


Þurrfóður fyrir stóra hunda eldri en 15 mánaða. 


STUÐNINGUR VIÐ LIÐI

Í fóðrinu er nákvæm blanda af fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum (m.a. EPA og DHA) sem smyrja liði og draga úr liðverkjum. Sömuleiðis inniheldur fóðrið glúkósamín og kondróítinen niðurstöður rannsókna á báðum þessum efnum gefa til kynna að þau séu liðuppbyggjandi og viðhaldi þar heilbrigðum liðamótum. 


AUÐMELTANLEGT

Auðmeltanleg hágæða prótein (LIP) sem léttir á viðkvæmu meltingakerfi. Fóðrið er ríkt af trefjum sem stuðla að bættri meltingu og jafnvægi í þarmaflórunni.


HEILBRIGÐ HÚÐ OG FELDUR

Inniheldur ómega-3 og ómega-6 fitusýrur sem styrkja ytri vörn húðarinnar og þannig stuðlar fóðrið að glansandi feldi og heilbrigðri húð.


NÆRINGARGILDI

Prótein: 26% - Trefjar: 1.2% - Fita: 17%.


Royal Canin - 4800 Endurance


Þurrfóður sérhannað fyrir hunda í mikilli þjálfun, hentar sérlega vel yfir veiðitímabil.


AUÐMELTANLEGT

Fóður ríkt af auðmeltanlegum próteinum (LIP) og fitu. Trefjar og góðgerlar (MOS) til þess að styðja við meltingu undir álagi.

Fitusýrusamsetningin í fóðrinu er með þeim hætti að hundurinn þarf ekki að eyða mikilli orku né fyrirhöfn (blóðflæði til meltingarvegar) við að melta kúlurnar þar sem um er að ræða miðlungs stuttar fitusýrur sem krefjast ekki mikillar orku til niðurbrots og flutnings frá meltingarvegi yfir í blóðið (e. passive diffusion).


VÖÐVAR

Stuðlar að auknu súrefnisflæði til vöðva og viðheldur vöðvamassa með háu próteinhlutfalli.


HEILBRIGÐIR LIÐIR

Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum. Öll þessi efni og hlutverk þeirra verða sérstaklega mikilvæg í hundum sem eru í mikilli þjálfun/vinnu.


ANDOXUNAREFNI

Blanda andoxunarefna sem hlutleysa sindurefni sem verða til undir auknu álagi líkamans og minnka þannig skaðleg áhrif þeirra á líkamann.


NÆRINGARGILDI

Prótein: 32.0% - Fita: 30.0% - Trefjar: 2.0% - Lútein: 15.5 mg/kg fóðurs - Beta-karótín: 2.3 mg/kg fóðurs.