Fræðsla um streitu og heilsu dýra yfir hátíðarnar

nóvember 25, 2025 1 mínútur að lesa

Í samvinnu með Dýralæknastofu Hafnarfjarðar hélt Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur fyrirlestur um streitu og áhrif hennar á heilsu og meltingu dýra yfir hátíðarnar þann 22. nóvember. Farið var yfir einkenni, orsakavalda og hvaða bjargráð eru til þess að stuðla að stöðugleika í meltingu og líðan yfir komandi tímabil. 


Berglind, einn eigenda stofunnar og hundaþjálfari hélt einnig erindi um undirbúning fyrir hátíðarnar og hvaða þjálfunar- og öryggisþætti væri mikilvægt að hafa í huga.

Royal Canin fyrirlestur

Við þökkum kærlega fyrir frábært samtal við eigendur sem sóttu fræðsluna sem og Dýralæknastofu Hafnarfjarðar fyrir boðið.