Þann 4. nóvember hélt Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur og sýningardómari sýningarþjálfun ásamt fræðslufyrirlestri um heilsu og meltingu hunda fyrir Spitzhundadeild HRFÍ.
Á sýningarþjálfuninni var lögð áhersla á gott jafnvægi hundsins, stöðugleika í uppstillingu sem og mikilvægi þess að hundurinn sýndi styrkleika sína. Með því að byggja sýningarhunda upp á slíkum grunni verður langtíma árangur betri auk þess að auðveldara er að byggja ofan á þekkingu sýnanda og hunds.
Japanese Spitz - Úr myndasafni Royal Canin
Heilsa og melting hunda - fyrirlestur
Heilsa er ekki einungis fólgin í að vera sjúkdómalaus, en fyrirlesturinn fjallaði um mikilvægi heilsu, hvað það er sem hefur áhrif á heilsu og hvaða hlutverk næring spilar í vellíðan hunda. Mikilvægt sé að hafa í huga þá fjölbreyttu áhrifaþætti sem skipta máli þegar hugað er að næringu hunda en aldur, heilsufar, tegund og lífstíll spila stórt hlutverk í að meta hverjar einstaklingsþarfirnar eru. Fjallað var um þarfir spitzhunda með tilliti til næmni fyrir sink skorti, einkenni og hvað er mikilvægt að hafa í huga. Eins var lögð áhersla á mikilvægi þess að fóðra hvolpa á hvolpafóðri út vaxtatímabil þeirra til þess að stuðla að heilbrigðari og jafnari vexti, þó með það í huga að vera meðvituð um skammtastæðir hvolpa en eftir 6 mánaða aldur minnkar orkuþörf hvolpa alla jafna og þar með er mikilvægt að aðlaga fóðurskammt þeirra.
Áhugasamir um vaxtakúrvur hvolpa geta lesið meira hér að neðan.