Stórhundadagar Garðheima fóru fram helgina 18.–19. október og nutu mikillar aðsóknar bæði frá hundum og eigendum þeirra. Fjölmenni mætti á svæðið, góð stemning ríkti allan tímann og ótal skemmtileg samtöl fóru fram við okkar fólk.
Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur, stóð vaktina á laugardeginum og Óli, sölustjóri Dýrheima, tók við á sunnudeginum. Þau ræddu við fjölda gesta um næringu, heilsu og umönnun fyrir stóra sem smáa hunda og aðstoðuðu viðskiptavini við val á fóðri frá Royal Canin.
Við hjá Dýrheimum viljum þakka öllum sem komu við hjá okkur kærlega fyrir ánægjulega helgi. Það er alltaf gaman að hitta bæði nýja og gamla viðskiptavini og ekki síst alla þessa fallegu hunda!