Freestyle sýning Shih Tzu deildar

september 29, 2025 1 mínútur að lesa

Opin freestyle sýning Shih Tzu deildar var haldin laugardaginn 27. september. Frábær mæting var en haldnir voru flokkar bæði fyrir Shih Tzu hunda í síðum feld sem og klippta hunda. Dómari sýningar var Daníel Örn Hinriksson. Fengu allir hundar skriflega umsögn og sigurvegari í hverjum flokki keppti svo í úrslitum um besta hund sýningar. Við þökkum kærlega fyrir samveruna og óskum eigendum til hamingju með hundana sína.

Shih Tzu

Shih tzu

Shih Tzu hundar frá Tíbet eiga sér sögu sem spannar allt að 1000 ár aftur í tímann. Eins og í öðrum menningarheimum hafði fólk þessa fjarlæga lands hunda sem húsdýr. Það hafði stóra, grimma varðhunda og svo litla loðbolta sem félagsskap og til að vara stærri hundana við óvelkomnum gestum, forfeður (eða því sem næstir) Shih Tzu hunda dagsins í dag.


Besti hundur dagsins
Besti hundur dagsins, Malli
Klipptur Shih tzu
Kira, keppti í niðurklipptum flokki

Aftur til fortíðar

Shih Tzu deild á stóran þátt í Dýrheimum en stofnendur Dýrheima þau Soffía heitin og Jóhann fluttu inn fyrsta Shih Tzu parið til landsins þau Massa Kim, þau komu svo að stofnun Shih Tzu deildar. Þökkum deildinni fyrir frábæran dag og var virkilega gaman að fylla loksins Dýrheima af glæsilegum Shih Tzu hundum. Þökkum Pétri Alani fyrir ómetanlegar myndir af Soffíu okkar.

Soffía, stofnandi Dýrheima
Soffía, stofnandi Dýrheima
Soffía, stofnandi Dýrheima
Jóhanna Líf, barnabarn Soffíu og Soffía.