Við þökkum gestum sem heimsóttu okkur á laugardaginn var fyrir komuna! Gestir fengu glögg og ristaðar möndlur í boði hússins og nutu svo veitinga á kaffihúsinu í hátíðarbúning. Ferfættir vinir kíktu með og var frábært að sjá hversu prúðir allir voru. ☕ 🍰
Kaffihús Dýrheima er opið alla virka daga frá kl. 12–16, og við hvetjum ykkur til að koma í heimsókn – njóta kaffis og um leið hjálpa til við að umhverfisþjálfa dýrin. 🐶🐈
Við fögnum jólunum með einni laugardagsopnun Kaffihúss Dýraheima í desember!
Matseðill:
Jólaglögg og ristaðar möndlur í boði hússins á meðan birgðir endast! 🍷
Jólakakó, jólakaffi og jólabjór á sérstöku jólaverði ☕️
Jóla Ballerína með hangikjöti, hráskinku eða pepperoni auk sætra bita🍴
Jólaafsláttur 15% í verslun ásamt blautfóðri í kaupauka 🎁
Komið og njótið jólastemningar, ljúffengra veitinga og hlýrrar samveru 🎅