Kisukvöld í Dýrheimum

febrúar 15, 2024 1 mínútur að lesa

Fimmtudaginn 15. febrúar buðum við kisueigendum á kisukvöld Royal Canin og Dýrheima. Kisueigendur kíktu til okkar og hlustuðu á áhugavert fræðsluerindi með Theodóru dýrahjúkrunarfræðing á kaffihúsinu. Gestirnir gátu nýtt sér afslátt af öllum kisuvörum í verslun Dýrheima í Víkurhvarfi. Kaffihúsið okkar var þétt setið og Dýrheimar buðu uppá pizzahlaðborð og drykki með. Þökkum fyrir frábæra þátttöku og hlökkum til að geta boðið aftur á kisuviðburð. 

Theodóra
Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur með áherslu á næringu smádýra. 

Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að umönnun og umhirðu katta. Theodóra fór með fræðandi erindi um hegðun katta, fóðrun á mismunandi aldurskeiðum og almenna umönnun þeirra. Eftir fyrirlesturinn gátu gestir spurt hana spjörunum úr til að fá enn meira út úr fræðslunni. Að loknum fræðslufyrirlestrinum fengu gestir veglegan gjafapakka frá Royal Canin og EverClean. Við erum ótrúlega ánægð með kvöldið með kisueigendum og vonumst til þess að geta haldið sambærilegan viðburð aftur síðar. Takk fyrir komuna!

"Pizzaveisla og drykkir á kaffihúsinu voru í boði Dýrheima á kisukvöldinu"

Theodóra
Jóhanna Líf stóð pizzavaktina og bauð gestum uppá dýrindis pizzur af matseðli kaffihúss Dýrheima

Kaffihús Dýrheima

Kaffihús Dýrheima er miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður og slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með eða án dýranna sinna. Opið er alla virka á opnunartíma Dýrheima fyrir drykki og á laugardögum frá kl. 12-16 fyrir drykki og veitingar. 

Kisufóður fyrir kisur á öllum aldri