Endurnýjaður samstarfssamningur við Schnauzerdeild HRFÍ

febrúar 09, 2024 2 mínútur að lesa

Schnauzerdeild HRFÍ endurnýjaði samning sinn við Royal Canin á Íslandi nú á dögunum. Þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til næstu tveggja ára með deildinni sem sér um að standa vörð ræktun á öllum Schnauzer tegundum (stærðum/litum) sem til eru hér á landi.

Gauja og Magga
Rannveig Gauja sölu- og markaðsstjóri og Margrét Ásgeirsdóttir formaður Schnauzerdeildar.

Deildin hefur verið starfandi síðan 2006

Deildin var stofnuð 2006 og ber ábyrgð á varðveislu og ræktun á Schnauzer í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Ísland (HRFÍ). Deildin er mjög virk og heldur ýmsa skemmtilega viðburði fyrir meðlimi deildarinnar. Á heimasíðu deildarinnar má finna upplýsingar um starfið og ýmsan fróðleik Schnauzer - sjá hér.

Jóhanna og Þór
Jóhanna Líf og Þór Risa Schnauzer.

Royal Canin - Miniature Schnauzer


Þurrfóður fyrir Miniature Schnauzer hunda eldri en 10 mánaða.


HEILBRIGT ÞVAGRÁSARKERFI

Fóðrið stuðlar að heilbriðgu þvagrásarkerfi, þar sem tegundinni hættir til að mynda þvagsteina(strúvít, kalsíum-oxalat og úrat þvagsteina). Hlutfall salts hefur verið lítillega aukið án þess að það hafi neikvæð áhrif á blóðþrýsting. Slíkt gerir það að verkum að vatnsinntaka eykst hjá hundinum, það hjálpar til við að þynna út þvagið sem hefur jákvæð áhrif á nýrna- og þvagrásarkerfi.


FELDUR

Fóðrið inniheldur sérstaka blöndu amínósýra sem skerpa og viðhalda lit.


HEILBRIGÐ ÞYNGD

Lægra magn hitaeininga í fóðrinu styður við heilbrigða þyngd og viðhald kjörþyngdar.


HEILBRIGÐIR LIÐIR

Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.


TANNHEILSA

Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.


NÆRINGARGILDI

Prótein: 25% - Trefjar: 2.2% - Fita: 12%.