Þann 13. ágúst var haldin sýningarþjálfun í sýningarsal Dýrheima. Þjálfunin var skipulögð af Spitzhundadeild sem undirbúningur fyrir sýningarhelgina 16.-17. ágúst síðastliðinn.
Theodóra Róbertsdóttir stýrði þjálfuninni en hún hefur áralanga reynslu í sýningarhringnum. Theodóra gaf sýnendum hagnýt ráð og vakti tíminn lukku meðal þátttakenda.
Góð ásókn var á þjálfunina frá hinum ýmsu tegundum og var þjálfunin byggð upp á hópkennslu þar sem allir læra af hvor öðrum og auga sýnandanas þjálfað. Þjálfun er mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir sýningar og hjálpar sýnendum að draga fram það besta úr sínum hundi. Auk þess geta æfingar skapað afslappað og hvetjandi umhverfi fyrir bæði hunda og eigendur.