Hundahlaupið 2025!

ágúst 28, 2025 2 mínútur að lesa

HUNDAHLAUPIÐ 2025 heppnaðist frábærlega!

Hundahlaupið 2025 fór fram á túninu við Reykjalund í Mosfellsbæ um helgina og tókst einstaklega vel í fallegu haustveðri. Alls tóku um 250 þátttakendur þátt í hlaupinu ásamt hundum sínum, sem voru af öllum stærðum og gerðum.


Af þeim hlupu 83 í 5 km keppnishlaupinu og þannig um 167 þátttakendur í 2 km skemmtiskokkinu, sem hentaði bæði fjölskyldum og byrjendum. Hlaupaleiðirnar lágu í gróðursælu og fallegu umhverfi í Mosfellsbæ, sem skapaði bæði líflegt og notalegt andrúmsloft.


Þátttakendur lýstu ánægju sinni með skipulagið, samveruna og ekki síst þá gleði sem hundarnir sýndu á meðan á hlaupinu stóð. En viðburðurinn er einstakt tækifæri fyrir hundaeigendur til að sameina hreyfingu, útivist og samveru með hundunum sínum!


Styrktaraðilar hlaupsins eru Royal Canin og Non-stop Dogwear!


Hundahlaupið hefur fest sig í sessi sem fjölskylduvænn viðburður sem hvetur bæði menn og hunda til heilbrigðrar hreyfingar og samveru í fallegu umhverfi.

Hvað þarf að hafa í huga fyrir hundahlaup?

Tryggðu að hundurinn sé í góðu formi og líði vel

Hafðu réttan útbúnað sem hamlar ekki hreyfingu hundsins

Veldu vegalengd sem hentar formi hundsins og þín

Forgagngsraðaðu öryggi

Ekki fóðra hundinn stuttu fyrir hlaup og leyfðu honum að ná ró áður en hann fær fóður eftir hlaup

Sigurbjörg og Gríma unnu útdráttarverðlaun í 5km keppnisflokki! 

Sigurvegarar 5km canicross

Karlaflokkur:

1. sæti: Gísli Dan Gíslason, tími: 18:37

2. sæti: Ásvaldur Sigmar Guðmundsson, tími: 18:38

3. sæti: Davíð Örn Ólafsson, tími: 19:57


Kvennaflokkur:

1. sæti: Hildur Kristín Þorvarðardóttir, tími: 20:51

2. sæti: Hildur Sif Pálsdóttir, tími: 20:52

3. sæti: Sandra Sjöfn Helgadóttir, tími: 21:05


Næring hlaupahunda

Hundar sem stunda mikla hreyfingu, eins og hlaup eða aðrar íþróttir, þurfa rétt næringarefni til að ná árangri og viðhalda góðri heilsu. Hlutfall próteina, fitu og kolvetna ásamt vökvainntöku skipta lykilmáli fyrir þol, vöðvastyrk og bata eftir álag. Með vel samsettu fóðri sem tekur mið af orkuþörf, líkamsástandi og aldri hundsins er hægt að styðja við bæði frammistöðu og vellíðan hundsins.

Kvennaflokkur
Sigurvegarar kvennaflokks Canicross 5km
Sigurvegarar karlaflokks Canicross 5km
Sigurvegarar karlaflokks Canicross 5km

Tengdar greinar