Villikettir á íslandi - frá villing í fjölskyldumeðlim!

júlí 05, 2024 3 mínútur að lesa

Villikettir eru félagasamtök sem stofnuð voru 2014, með það að markmiði að standa vörð um velferð villtra katta á Íslandi. 

Félagið leitar stöðugt úrbóta fyrir villta ketti hér á landi og vinna að því að auka vellíðan eldri villinga, fanga nýja villiketti ásamt því að manna og koma fyrir á framtíðarheimili.

Félagið

Meðal verkefna félagsins er að fanga fjölda villikatta með svokallaðari fanga-gelda-skila aðferð (e. Trap-neuter-return) sem er aðferð sem er notuð víða um heim til þess að takast mannúðlega á við villikattastofna án þess að aflífa þá. Á þeim tíu árum sem félagið hefur starfað hefur starfsemin aðeins breyst með breyttum tímum en lögð er áhersla á að manna (venja kettina við mannfólk) og koma köttunum fyrir á heimilum sé það hægt til þess að tryggja bætt lífsgæði þeirra til muna. Einnig sér félagið um að kortleggja búsetusvæði villikatta, hlúa að veikum köttum, hlúa að nýlega heimilislausum köttum, bæta aðstöðu villtra katta og stuðla að velferð þeirra. 

Hvað er villiköttur?

Villikettir eru í uppruna sínum heimiliskettir sem hafa verið sleppt út og ekki vitjað, eða kettir sem hafa týnst ógeldir. Ógeldir kettir geta fjölgað sér hratt og verða því kynslóðir villikatta til á uþb. 2-3 kynslóðum sem verða til innan árs frá fyrsta goti. 

Algeng mýta er að villikettir spjari sig úti en það er síður en svo sem náttúran virkar. Þessir kettir byrja sem heimiliskettir sem sleppt var út og kunna því ekki að spjara sig, veðuraðstæður hér á landi eru köttum ekki í hag og hefur félag Villikatta því ósjaldan bjargað slíkum köttum í mis annarlegu ástandi og komið aftur til heilsu. 


Líftími heimiliskattar getur verið 15-20 ár en miða má við að líftími villikattar sé ekki eldri en 7 ár vegna heilsufarsbresta sem koma upp. Helstu heilsubrestir villikatta eru meðal annars vannæring, endurteknar sýkingar, slæm tannheilsa með tilheyrandi verkjum og svo lengi mætti telja. 

Hver er ábyrgð kattaeigenda?

Gelda köttinn - reglugerðir kveða á um að ekki megi hleypa ógeldum högnum út

Sinna örmerkjaskyldu og tryggja rétta skráningu í gagnagrunn dýraauðkennis

Afhending kettlinga skal ekki fara fram fyrir 8 vikna aldur skv. reglugerð (amk. 12 vikna ráðlagt til þess að tryggja andlegt heilbrigði kettlingsins)

Gera sér grein fyrir kostnaði þess að halda kött og sinna skyldum sem ábyrgðaraðili kattar

Stuðningur við félag villikatta

Villikettir treysta á frjáls framlög og styrki varðandi læknis- og fóðurkostnað. Royal Canin og Dýrheimar styrktu félagið á dögunum um fóður að andvirði 2,5 milljón. Fóðurgjöfin tryggir m.a. kettlingafóður fyrir kettlinga sem koma í mönnun næsta árið ásamt fóðri fyrir ketti með viðkvæma meltingu þegar þeir koma inn vannærðir. 

Gjöf Royal Canin til Villikatta
Jacobina, formaður Villikatta tekur á móti fóðurgjöf frá Royal Canin og Dýrheimum. 

Mikilvægi góðrar næringar

Við föngun og umönnun villikatta fer áherslan gjarnan á að gelda kettina og koma þeim í betra ástand. Hinsvegar er félagi Villikatta sérstaklega umhugað um að næra kettina vel og hlúa að meltingarvegi þeirra þar sem það flýtir fyrir bata og eykur vellíðan. 


Af hverju skiptir góð næring villiketti sérstöku máli?

  • Styrkja ónæmiskerfið 
    • Góð næring hjálpar villiköttum að verjast sýkingum og streitu á meðan verið er að manna þá eftir vergang
  • Bætt húð- og feldheilsa
    • Heildstæð næring hlúir að húð og feldvandamálum sem fylgja oft eftir vergang og styður kettina í að læra að sinna feldheilsu sinni sjálfir
  • Orku- og næringargildi
    • Kettir á verangi þurfa á góðri næringu að halda til þess að jafna sig holdarfarslega og koma meltingu sinni í betra horf
  • Auðveldara að koma fyrir a framtíðarheimili
    • Heilbrigður, vel nærður köttur eer líklegri til þess að fá framtíðarheimili 

Fæðuöryggi


Með gjöf Royal Canin og Dýrheima til Villikatta er Villiköttum tryggður aðgangur að öruggri fæðu í lokuðum umbúðum sem nýtast félaginu í starfsemi sinni um allt land í einhvern tíma.

Gjöf Royal Canin til Villikatta
Fóðurgjöfin komin á áfangastað

Tölfræði úr starfi villikatta

Tölfræði Villikatta breytist nær daglega en hún gefur þó nokkra mynd um hversu mikilvægt starf Villikatta er og mikilvægi vitundavakningar um velferð villikatta á landinu. 

140 nýir kettir og kettlingar nýskráðir í ár

119 kettir fengið heimili á fyrri helming ársins 2024

25% katta í umsjón villikatta eru af heimilum

20% katta í umsjón villikatta eru vergangskettir - sem áttu áður greinilega heimili en eigandi gefur sig ekki fram

20% eru kettlingar af heimilum eða fæðast á fósturheimilum

Hvernig getur þú stutt við starf villikatta?

Við hvetjum ykkur til þess að leggja Villiköttum lið með t.d.:

  • Skrá sig sem félaga og greiða hóflegt árgjald sem nýtist starfsemi Villikatta, m.a. til að greiða dýralæknakostnað
  • Gerast fósturheimili, fósturheimili hjálpa til með að endurhæfa villiketti á ýmsum aldri
  • Taka þátt í að hjálpa til við fóðrun villikatta á hinum ýmsu svæðum víðsvegar um landið
  • Taka þátt í föngun villikatta og umönnun fyrir og eftir læknisaðstoð
  • Áttu eitthvað aflögu? T.d. rimlabúr, ferðabúr, ullarteppi o.s.frv. til þess að hlúa að villiköttum?

Styrktarreikningur Villikatta er eftirfarandi:

Kt. 710314-1890 - Reikningsnr. 0111-26-73030

Bianco - fyrir og eftir mönnun. 
Villingar í koti