júní 30, 2024 1 mínútur að lesa
Kaffihús Dýrheima hefur vakið athygli undanfarið enda eitt af fáum kaffihúsum í samfélaginu sem leyfir hunda og ketti. Þar geta gestir komið með gæludýrin sín og notið þess að slaka á í góðum félagsskap. Kaffihúsið hefur þegar vakið athygli fjölmiðla, og hafa bæði Vísir.is og Bylgjan tekið viðtöl við okkur vegna þess.
Í viðtali við Vísir.is ræddi Jóhanna Líf um hvernig hugmyndin af kaffihúsinu varð til. Hún útskýrði að kaffihúsið væri hugsað sem miðstöð fyrir gæludýraunnendur þar sem þeir gætu komið saman, hitt aðra með sama áhugamál, og notið samverunnar með dýrunum sínum eða innan um þau. Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild sinni.
Gauja og Ída voru svo gestir í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni, þar sem hún ræddi nánar um kaffihúsið og kosti þess. Hún lagði áherslu á að Kaffihús Dýrheima sé staður þar sem dýravinir geti myndað tengsl við aðra með sama áhugamál og umhverfisþjálfað dýrin sín í öruggu umhverfi. Smelltu hér til að hlusta á viðtalið.
Kaffihús Dýrheima nýtur vinsælda meðal hundaeigenda en kisurnar eru oft aðeins heimakærari. Við elskum að taka á móti fjórfættu gestunum sem koma með eigendum sínum.