Samfélagsvinur

Námskeið þar sem hundur og stjórnandi æfa sig í hinum ýmsu aðstæðum sem upp geta komið í lífi hunds. Stjórnandi vinnur að því að gera hundinn að góðum samfélagsþegn ásamt fyrirmyndar hundi í borg og bæ. 

Kröfur eru að hundur hafi lokið hvolpanámskeiði og geti gengið í taum ásamt sitja/liggja æfingum. 

Áhersla verður lögð á eftirfarandi atriði: 

- Yfirvegun í áreiti svo sem verslun, kaffihúsi

- Yfirvegun að mæta fólki/hitta fólk

- Yfirvegun í strætóumhverfi

- Umgengnisreglur í samfélaginu

- Vera aðgerðarlaus í umhverfi sínu

 

Hluti af hreyfiafli samfélags Dýrheima er að auka aðgengi hunda í samfélagi okkar og er þetta liður í því að tryggja góða ferfætta þegna í samfélaginu okkar. 

Fjöldi skipta: 4
Tímalengd: 60-90 mín 
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur fyrstu tvo tímana - svo breytilegt.

Þjálfari: Albert I. Steingrímsson

 

 

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)