Cocker Spaniel

Þurrfóður fyrir Cocker Spaniel hunda eldri en 12 mánaða

Heilbrigt hjarta

Styður við hjartaheilsu Cocker Spaniel hunda. Fóðrið inniheldur fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur, amínósýran tárín og L-karnitín en tvö síðasttöldu efnin leika hlutverk í heilbrigðum hjartavöðva á meðan ávinningurinn af ómega-3 fitusýrunum snýr meira að æðakerfinu.

Viðheldur og styrkir húð og feld

Styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar með fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum (EPA og DHA) en þær leika lykilhlutverk í öllum frumuhimnum líkamans, og með A-vítamíni og hjólkrónuolíu en öll leika þessi efni lykilhlutverk í heilbrigðri húð og feld.

Fóðurkúlurnar

Kúlurnar eru sérstaklega hannaðar með Cocker Spaniel í huga og eru þannig að stærð og í lögun að það er auðveldara fyrir hundinn að ná þeim upp. Sömuleiðis hvetur stærðin og lögunin Cockerinn til að tyggja og hafa þannig eðlilega meltingu þannig að það komi ekki of mikið magn fóðurs í magann of hratt - á þann hátt verður uppþemba í maga ólíklegri.

Tannheilsa

Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.

Heilbrigðir liðir

Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.

Næringargildi

Prótein: 25% - Trefjar: 1.4% - Fita: 14%.

 

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
D
D.E.
100

Ég var búin að vera að leita af góðu fóðri fyrir mína hunda og fann ekki fóður sem hentaði mínum hundum fyr en ég kynnst Cocker fóðrinu ég sá mun á hægðum og hvað feldurin varð betri Cocker maturinn hentar mjōg vel mínum hundum það er allt í fóðrinu sem þeim vantar til að þroskast rétt