Einkatími - Fyrsti tími

Einkatími þar sem farið er yfir þau atriði sem eigandi óskar eftir, t.d. almenn hegðun, vandamál, æfingar o.s.frv. Eigandi kemur með hund til þjálfara í Víkurhvarf 5. 

Greiningarvinna og eftir greiningarvinnu er sett upp æfingaplan og ráðleggingar um næstu skref. Æfingaplani er svo fylgt eftir í næstu einkatímum eða með ráðleggingum um námskeið sem henta.

Fjöldi skipta: 1
Tímalengd: Fyrsti tími 1,5 klst, næstu tímar 1 klst.
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur

Þjálfarar: Albert Steingrímsson 

Afbókun skal berast 48 klst. áður en tími hefst. 

Customer Reviews

Based on 5 reviews
100%
(5)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
M
Magnus Haukur Magnússon
Leiðbeiningar til Móu og fjölskyldu

Fékk frábærar leiðbeiningar um það á hvern hátt mætti bæta samskipti manns og hunds í því tilviki að hundurinn er orðinn 7 ára og við vissar aðstæður ekki 100% stjórntækur. En eftir eitt skipti hefur hann lagast mjög mikið, enda leiðbeiningar góðar fyrir mann og hund.

S
Skorri Rafnsson
Frábær leiðsögn

Mæli eindregið með honum Alberti 👌

A
Arna Magnúsdóttir

Mjög fínn tími. Fékk aðstoð og leiðbeiningar um það sem ég þarf að vinna með hjá hundinum mínum. Góð þjónusta, mæli með.

I
Ingibjörg Erna Sveinsdóttir
Þjálfun einkatími

Ég kom með hundinn minn í þjálfun þar sem hann er svo geltinn og hefur verið erfiður innan um fólk sem hann hittir í fyrsta sinn. Fékk hlyjar móttökur og góð ráð sem ég er að nota og finnst vera að byrja að virka.

A
Anna Ólafsdóttir
Fræðandi

Frábær tími. Fékk mörg góð ráð og leyfi til að vera í sambandi ef einhverjar spurningar kæmu upp