Blaufóður sem gefið er saman með viðeigandi þurrfóðurs Starter ( Mini Starter | Medium Starter | Maxi Starter ) og þá oftast þegar tík er lystalítil eða þegar þörf er á viðbótar næringu eða orku, til dæmis strax eftir fæðingu. Ríkt af andoxunarefnum, C- og E-vítamín ásamt amínósýrunum lútein og tárín sem styðja við ónæmiskerfi og meltingarveg hvolpsins.
Starterinn er mjög orkuríkur enda mikilvægt að tíkin fái næga orku til að gefa á meðan á þessu krefjandi tímabili stendur.
Hægt er að nota kæfuna þegar færa skal hvolpa af spena yfir á fasta fæðu þá sérstaklega ef það gengur illa að fá þá til að éta uppbleyttan Starter.
ATH: Ef einungis 1-2 hvolpar eru væntanlegir getur Starterinn þó hreinlega verið of orkuríkur til að gefa á meðgöngu og orðið til þess að hvolpurinn / hvolparnir tveir verði alltof stórir fyrir hnökralausa fæðingu. Því er, undir þeim kringumstæðum, mælt með að færa tíkina yfir á Puppy á 43. degi meðgöngunnar sem er orkuminna fóður en Starter en svo aftur yfir á Starter þegar hvolpar eru fæddir enda mikilvægt að tíkin fái næga orku til að gefa á meðan á krefjandi spenagjöf stendur.
Prótein: 10.0% - Fita: 6.0% - Trefjar: 1% - Vatn: 78,5%.