viðskiptaskilmálar / terms of service (TOS)

Upplýsingar um fyrirtækið

Dýrheimar sf. 

610295-2749

Víkurhvarfi 5

203 Kópavogur

dyrheimar@dyrheimar.is 

www.dyrheimar.is


Pantanir

Dýrheimar áskilja sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 


Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar úr vöruhúsi með eftirfarandi hætti:


  • Berist pöntun fyrir kl. 12 virka daga sem senda á innan höfuðborgarsvæðisins eða til póstflutningsaðila er hún keyrð út samdægurs. Náist ekki að keyra pöntun út samdægurs er hún keyrð út næsta virka dag. 
  • Berist pöntun eftir kl. 12 virka daga sem senda á innan höfuðborgarsvæðisins eða til póstflutningsaðila er hún keyrð út næsta virka dag. 

Íslandspóstur eða Flytjandi sjá um að dreifa vörum sem keyptar eru á www.dyrheimar.is og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þessara flutningsfyrirtækja um afhendingu vörunnar. Dýrheimar bera samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir skemmdum frá því að að hún er send frá Dýrheimum til móttakanda er tjónið á ábyrgð kaupanda. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. 


Um vörukaup í heildsölunni gilda aðrar reglur - vinsamlegast smelltu á heildsölusíðuna


Verð á vöru og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK).


Vara sem versluð er á www.dyrheimar.is er keyrð heim í póstnúmer 101-113, 200-203, 220-221 og 270 en send á næsta pósthús í önnur póstnúmer. Sending vöru heim eða á pósthús er kaupanda að kostnaðarlausu sé verslað fyrir 7.000 kr. eða meira. Sé verslað fyrir minna en 7.000 kr. er vara send á kostnað viðtakanda á pósthús.


Skilaréttur

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að sölureikningi sé framvísað sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru er gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi rafræns gjafabréfs sem notuð er við kaup á www.dyrheimar.is og gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.


Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiða Dýrheimar allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðir kaupanda gerist þess þörf. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.


Skiptiréttur (smakkábyrgð)

  • Smakkábyrgð er á öllum vörum upp að 7,5 kg. Vöru er skipt út fyrir aðra vöru í vörulínunni, líki dýrinu ekki varan.   
  • Ef varan fæst ekki í stærð undir 7,5 kg nær skiptirétturinn einnig til þeirra vara.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.


Upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga.


Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.


HAFÐU SAMBAND

You are in advanced mode.

You can turn it off in left sidebar. To use advanced options, you will need to enter your own Google Maps API Key.

Get Google API Key

580-4300

DÝRHEIMAR SF.

VÍKURHVARF 5

203 KÓPAVOGUR

DYRHEIMAR@DYRHEIMAR.IS

Samfélag hunda- og kattaeigenda  

Samfélagið er staður þar sem hunda- og kattaeigendur geta sótt þær vörur og þjónustu sem þeir þurfa til að annast dýrið sitt með öruggum hætti, tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega.  

 

Samfélagið stendur fyrir velferð dýra og samvinnu við hunda- og kattaeigendur. Til samfélagsins er ávallt hægt að leita varðandi heildarumönnun hunda og katta því þar er að finna þá fræðsluþjónustu, vörur og félagsskap sem þarf til að annast dýrið sittgæta öryggis þess eða láta gott af sér leiða í þágu hunda og katta 

 

Samfélagið sér til þess að þarfir hunda og katta sem og eigenda þeirra séu uppfylltar með framúrskarandi vörum og sérsniðinni þjónustu sem hentar hverjum og einum með ólíka reynslu og þarfir. Samfélagið er sýnilegt, sveigjanlegt, ávallt til staðar og aðgengilegt á þann máta sem hentar viðskiptavinum best. Samfélagið les í þarfir hunda- og kattaeigenda og finnur tilheyrandi lausnir.  


HAFÐU SAMBAND

NAFN

SÍMANÚMER

NETFANG

SKILABOÐ TIL OKKAR

You are in advanced mode.

You can turn it off in left sidebar. To use advanced options, you will need to enter your own Google Maps API Key.

Get Google API Key

580-4300

DÝRHEIMAR SF.

VÍKURHVARF 5

203 KÓPAVOGUR

DYRHEIMAR@DYRHEIMAR.IS