Verklegur einkatími fyrir gotið í þjálfun og umönnun hvolpa ásamt fræðslu fyrir hvolpaeigendur. Námskeiðið er eitt skipti og tekur uþb 2 tíma og er ætlað fyrir gothóp.
- Verkleg æfing með hvolpunum með hundaþjálfara í fyrstu æfingum sem gott er að leggja inn frá upphafi
- Verkleg æfing í að skoða helstu þætti tengda heilsu hvolpsins með dýrahjúkrunarfræðing
Ræktendur með ræktendasamning við Dýrheima fá 25% afslátt. Verðið miðast við hópinn.
Hafa skal samband við albert@dyrheimar.is eða theodora@dyrheimar.is til þess að bóka tíma.
Staðsetning: Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur