Skapgerðamat hvolpa er í boði fyrir ræktendur og gert þegar hvolpar ná 7 vikna aldri.
Farið er yfir hvernig hvolpur vinnur úr áreiti, hræðslu, leik, samvinnu, ógnun og vináttu. Ræktandi fær skýrslu með hverjum og einum hvolpi, farið er yfir niðurstöður og gefnar leiðbeiningar um val á eiganda fyrir viðkomandi hvolp. Einnig er farið yfir hvernig vinnu/verkefni viðkomandi hvolpur hentar í.
Grunngjald kr. 30.000 fyrir mat á allt að fimm hvolpum. Gjald fyrir hvern hvolp umfram það er 4.000. Akstursgjald bætist við fyrir skapgerðarmat utan höfuðborgarsvæðis.
Hefur þú áhuga á því að fá skapgerðamat fyrir hvolpana þína? Hafðu samband gegnum dyrheimar@dyrheimar.is.
Afbóka skal þjónustuna með 48 klst. fyrirvara.