mars 07, 2023 1 mínútur að lesa
Dýrheimar sf. var formlega stofnað í febrúar 1995 og er því fyrirtækið 28 ára í ár. Markmið fyrirtækisins var að efla samfélag gæludýraeigenda og stuðla að bættri heilsu hunda og katta með því að bjóða upp á sérsniðið hunda- og kattafóður þar sem vísindi og rannsóknir lágu að baki. Margt hefur breyst á þessum 28 árum en markmiðin enn þau sömu. Í dag vinnur fyrirtækið enn hart að sér að bæta samfélag hunda- og kattaeigenda með áherslu á næringu, vellíðan, félagsskap og hreyfiafl.
Fjórar meginstoðir samfélags Dýrheima. Með þessum stoðum vinna Dýrheimar stöðugt að því að bæta samfélag hunda- og kattaeigenda, m.a. með áherslu á sérsniðna næringu frá Royal Canin, halda úti hundaskóla, heilsuráðgjöf hjá dýrahjúkrunarfræðingi ásamt því að bjóða upp á vörur frá Bio-Groom, Ever Clean, Voskes, Ancol, Leucillin og Bellylabs. Félagsskapur skiptir hunda- og kattaeigendur miklu máli en í nýju húsnæði okkar höfum við opnað kaffihús þar sem dýrin eru velkomin auk þess að búa til hlýlegan stað til samveru, hægt er að leigja sýningar/æfingarsal og halda hina ýmsu viðburði. Með hreyfiaflinu leggjum við svo okkar af mörkum við að tryggja velferð dýra auk góðgerðarmála, hagsmunamála og samfélagsábyrgðar.