Góa - Frábær árangur hjá hundaskólahundinum

júlí 07, 2025 2 mínútur að lesa

Fyrirmyndarhundurinn góa

Flat coated retriever tíkin Góa vekur jafnan athygli fyrir bæði hæfni og yfirvegun, hvort sem það er á keppnisvellinum eða í kennslustund í Hundaskóla Dýrheima. Góa starfar nefninlega í hundaskólanum sem sýnikennari með Alberti Steingrímssyni, þjálfara skólans. Góa er ekki aðeins dæmi um hvað markviss þjálfun og uppeldi getur skilað, heldur einnig hversu mikilvægt er að hundaskólar hafi aðgang að reynslumiklum hundum í góðu jafnvægi sem styðja við þjálfun annarra hunda og eigenda þeirra. 

En hvað varð til þess að góa varð valin?

Þegar velja á hvolp sem er ætlaður í fjölbreytta vinnu og þjálfun er ýmislegt sem hafa þarf í huga. Skapgerð og vinnusemi foreldra sem og öryggi og gleði hvolpsins hjá ræktanda geta haft mikið að segja um velgengni hans í lífinu ef þjálfun er vel sinnt. Góa kemur af geðgóðum og vinnusömum foreldrum og var sem hvolpur mjög opin, lausnarmiðuð og örugg með sig, full af eiginleikum sem hundaþjálfara dreymir um.

Árangur góu

Íslenskur sýningarmeistari (ISShCh)

Alþjóðlegur sýningarmeistari

Norðurlandasýningarmeistari

Hlýðni 1 meistari

Sporameistari 

Hvað býr að baki slíkum árangri?

Góa er þjálfuð þannig að umbun, samskipti og traust eru lykilatriði. Slík nálgun gerir hana að yfirveguðum hundi sem treystir þjálfara sínum í hvaða aðstæðum sem upp koma. 

"Dagurinn okkar Góu hefst hálf sjö alla morgna"


Dagleg þjálfun skiptir sköpum þegar kemur að langtíma árangri. Alberg og Góa hefja daginn eldsnemma á göngutúrum og æfingum í göngum þar sem þjálfun er nýtt í dagsdaglegar aðstæður. Slíkt hjálpar til við að skapa stöðugleika og gera æfingarnar að eðlilegri rútínu dagsins. Góa kemur svo alla jafna með í vinnuna og er hundaskólanum til halds og trausts þegar kemur að sýnikennslu. Helgarnar eru svo vel nýttar í lengri þjálfun og meira úthald.

teymið er stolt

Við í Dýrheimum erum stolt af því að hafa hana með í teyminu og teljum okkur heppin að fá að fylgjast með árangri hennar og þjálfun. 

Góa með hluta af teyminu
Góa með hluta af teyminu